Þeir hjá Trinod Entertainment sem gerðu snilldarverk á borð við Battle Isle 1-3 og History Line eru nú að vinna að nýjum leik sem greip athygli mína.

Leikur þessi heitir “1914 The Great War” og er turn-based 3d strategy leikur sem færir okkur inní hinn hrikalega heim birgjastíða fyrri heimstyrjaldarinnar. Þar fáum við að stjórna yfir 60 mismunandi tækjum t.a.m Rauða Baróninum, bresku Mark IV drekunum, þýsku a7v skrímslunum, og frönsku járnbrautafallbyssunum. Leysa þarf ýmis verkefni sem hægt verður á fleiri en einn máta.

Við þekkjum voða lítið til fyrri heimstyrjaldarinnar miðað við þá seinni. Ástæðan ku vera sú að mínu mati að fáar myndir og nánast engir tölvuleikir hafa verið framleiddir um þessi stormasömu og blóðugu ár(kannski vegna lítins þátt Bandaríkjanna). Sjálfur heillaðist ég mikið af fyrri heimstyrjöldinni eftir að hafa spilað History Line, þar sem þú byrjar á tíma þar sem skriðdrekar þekktust ekki og spilar í gegnum tíma fyrsta skriðdrekans (af gerðinni Renault að ég held).

Allavega þeir segja að leikurinn verði kominn í hillur í Þýskalandi seint á þessu ári. Og megum við eyjaskeggjar bíða eitthvað lengur. En þessi leikur lofar góðu og virðist hann vera eitthvað nýtt á nálinni, og verður spennandi að sjá hvernig turn-based leikur spilast í svona þrívídd sem já er mjög flott!

Hérna eru linkar á nokkrar síður um leikinn:
http://www.actiontrip.com/previews/1914thegre atwar_i.phtml (viðtal við framleiðendur)
http://www.gamespy.com/e32002/pc/1914/
http://www.3dgamers.com/games/1914greatwar/ (screenshots og movietrailers)

Framleiðendur: Trinod Entertainment. (www.trinode.de)
Útgefendur: Fishtank Interactive. (www.fishtankgames.com)