Ég vildi bara benda ykkur á Soldat - öldungis skemmtilegan freeware leik, sem unnt er að fjölspila yfir netið.

Leikurinn er eins og real-time action útgáfa (ekki turn-based sem sagt) af Worms, með nokkrum gametypes; Deathmatch, Pointmatch, Capture the Flag, Teamplay og Rambomatch. Nöfnin segja ágætlega til um hvernig hvert þeirra virkar, en Rambomatch byggist á því að einn leikmaður tekur upp sérstakt vopn (boga), og verður meðan hann hefur hann hamrammur sem Kveldúlfur. Hann er sá eini sem fær stig, og hinir eiga allir að reyna að drepa hann. Snilld. Capture The Flag er einnig alveg sérstaklega vel útfært, og hin besta skemmtun.

Ég vil benda lesendum á að sækja sér leikinn, og kíkja á Skjálftaþjóninn, skjalfti23.simnet.is (default port). Á Static.hugi.is (sjá linka neðst) stendur hvaða útgáfu skal nota hverju sinni.

Installið einfaldlega þeirri útgáfu sem við á, og kíkið í Config.exe (ef þið lendið í direct3d eða öðrum vandræðum), og ræsið leikinn. Valmyndirnar skýra sig sjálfar. Hérna eru svo helstu stjórntakkar:

W,A,S,D = hoppa, vinstri, beygja sig, hægri
mouse1 = skjóta
mouse2 = jetpack
q = skipta um vopn (primary / secondary)
e = kasta handsprengju (þarf að halda smá inni)
r = reload, skipta um skothylki
f = kasta frá sér vopni
t = messagemode; til að tala

Soldat er því miður bara til fyrir Windows, og bent skal á að Það þarf DirectX 8 eða nýrra til að spila hann. Skjálftaþjóninn er sem stendur CTF, en það getur vel hugsast að við hringlum eitthvað í honum - það er jú gaman að þessu flestu. :)

Tenglar:
<a href="http://www.soldat.prv.pl“>Official heimasíða Soldat</a>
<a href=”http://www.the-underdogs.org/game.php?name=Liero“>Umfjöllun The-Underdogs.org um leikinn</a>
<a href=”http://static.hugi.is/games/soldat“>Innlent download á Static.hugi.is</a>.
<a href=”http://static.hugi.is/essentials/windows/directx/DX81eng.exe“>DirectX 8.1 fyrir Win98/ME (á Static.hugi.is)</a>
<a href=”http://static.hugi.is/essentials/windows/directx/DX81NTeng.exe">DirectX 8.1 fyrir Win2k/XP (á Static.hugi.is)</a>

Góða skemmtun, og kíkið á Skjalfti23.simnet.is :)
Smegma