Þessi grein átti upphaflega að vera svar við grein jonkorns: “Farðu nú að þroskast!” en endaði sem sjálfstæð grein. Þar sem hún Fór töluvert út fyrir efnið.


Mitt álit: Að mamma þín og þetta fólk hafi að nokkru leiti rétt fyrir sér. Ég var einu sinni ALLTAF í tölvuleikjum en ekki lengur. Einn daginn sá ég bara að það er svo margt sem maður er að missa af ef maður hangir í tölvunni. Svo margar áskoranir og hlutir sem maður getur náð tökum á og orðið góður í (mannleg samskipti eru tildæmis heill heimur út af fyrir sig) og fyrir utan allt sem mér fannst ég vera að missa af þá finnst mér ég alltaf vera að gera það sama. Fattaði ekki hvernig ég gat tekið þúsundir leikja í Counter-Strike, Quake2, AQ2, TFC, C&C, Red Alert, UT…. og fullt af leikjum sem ég nenni ekki að telja upp hérna, svo ekki sé minnst á allt netrápið. Klukkustundirnar sem ég hef sóað í þetta hljóta að vera stjarnfræðilega há tala, örugglega meira en samfell ár eða meira, ef maður skildi leggja þetta saman. Rúmt ár sem ég hef sóað í að sitja frosinn og heiladauður fyrir framan tölvuna. Og hvað hef ég haft uppúr því? Einhverja nytsamlega hæfileika, eins og ég hefði t.d eitt frítímanum í að spila á gítar, eða tala við fólk (stelpur sérstaklega) peningur? ef ég hefði unnið kannski… íþróttahæfileikar eða betri líkami? neibb… Eiginlega hékk ég svo mikið inni að útlendingur nýfluttur í bæinn þekkir bæinn betur en ég, sem hef búið hérna í 17 ár… nú ætla ég að bæta úr þessu öllu. Það er aldrei of seint, eiginlega má segja að ég hafi grætt eitt á þessu zombie-skeiði æfi minnar… lexían að gera þetta ekki.

Jæja þetta er orðið gott hjá mér… veit að það hljóta einhverjir að verða sárir yfir þessu, rétt eins og ég var sár þegar einhver dissaði mína heittelskuðu tölvuleiki. Nú vilja margir örugglega réttlæta tölvuleikjahangs með því að spyrja spurninga eins og: “Á marr þá ekkert að leika sér og skemmta sér aðeins?????” eða “hver er þá munurinn á þessu og hálvitaskapnum að eltast við fótbolta???” Mín svör yrðu að, auðvitað á maður að leika sér af og til, hvers konar líf væri þetta ef menn þekktu ekkert nema alvarleika og vinnu. Málið er að leikurinn hafi tilgang, að maður hafi eitthvað uppúr honum (annað heldur en að hafa drepið tímann) “Meaningful playing and playful working” reyni ég að lifa samkvæmt. Að leikirnir hafir tilgang og vinnan sé skemmtileg (að maður reyni að hafa hana eins skemmtilega og hægt er allavega). Og já, ég veit að þetta er stolið af Eve síðunni

Lokaorð

Hvaða ástæðu sem þú hefur fyrir að spila tölvuleiki (leiði, þunglyndi, eftirköst eftir einelti… annað) þá mæli ég með að þú takir þér frí frá þeim og kíkir á hvað “hinn raunverulegi heimur” hefur upp á að bjóða… bah! væmið, I know ;)