Ég veit að í fyrsta sinn sem að maður spilar hina frábæru leiki Soul Reaver og Soul Reaver 2 og líklega Blood Omen 2 sem er að vísu ekki enn kominn út, þá veltir maður fyrir sér hvað Raziel og Kain eiga eiginlega við þegar þeir tala um Nupraptor og fleiri karaktera úr upprunalega Blood Omen leiknum frá 1996. Hann hefur hræðilega grafík (allt í 2d) en frábær myndbönd og mjög góðan söguþráð sem að ég greini frá í stuttu (!!!) máli hér.

Ef að þú vilt spila Blood Omen einhverntíma seinna þá skaltu ekki lesa áfram því að þetta lýsir söguþræði þessa leiks. Hins vegar hef ég hvergi fundið hann í neinni tölvubúð svo að ég efast um að þið fáið tækifæri til að reyna hann.

Það er engin leið til að þýða þetta allt saman svo að ég ætla að nota ensku nöfnin á hlutunum.

The Pillars of Nosgoth halda lífinu í samnefndum heimi. The Circle of Nine var nafn á þingi níu manna þar sem að hver meðlimur hringsins var vörður eins Pillar og þeir höfðu orku þeirra í sér. Þessir Pillars endurvörpuðu ástandi varðarins, ef að vörður dó þá mundi Pillarinn byrja að hrynja, og jafnvægi heimsins mundi breytast.

Vampírur lifðu í einnig í Nosgoth með mönnum. Þær voru ódauðlegar svo að þeim fjölgaði fljótt, og að lokum urðu þær nógu margar til að ná athygli Hringsins. Þá voru Sarafan samtökin stofnuð. Samtök presta, þjálfaðir frá fæðingu til að hata og drepa vampírur, leiddir af Malek, sem að var einn af The Circle of Nine.

Þúsundir vampíra voru veiddar og reknar í gegn með spjótum sem að var síðan stungið niður í jörðina og látin standa þar sem merki um vald Sarafanana. Ein vampíra sem að kallaðist Vorador barðist á móti Hringnum og honum tókst að drepa fjóra meðlimi Hringsins og auk þess Malek í löngum bardaga. En það var ekki nóg til að stöðva Hringinn og Vorador var hrakinn í felur.

Það sem að spillti Hringnum endanlega var morðið á The Guardian of Balance, Ariel, af svikara innan Hringsins. Ástmaður hennar, Nupraptor, Guardian of the Mind, missti vitið við dauða Arielar, og í brjálæði sínu sýkti hann restina af Hringnum að vitfirringu með því að nota mátt sinn á móti þeim. Þeir sem voru eftirlifandi af hringnum flúðu út í sitt hvert hornið af Nosgoth og þeir misnotuðu krafta sína til að ráðast á Nosgoth sem að þeir eitt sinn vernduðu.

Kain fæddist sem maður. Hann var valdamikill maður í heimabæ sínum, Coorhagen. En hann lagði af stað í för yfir Nosgoth í leit að frekari ævintýrum. Á leiðinni var hann hrottalega myrtur af stigamönnum. Þegar hann kom í Undirheimana bauð undirheimaguðinn Mortanius honum annað tækifæri svo að hann gæti hefnt sín á morðingjum hans. Kain tók tilboðinu án umhugsunar.

Kain hafði hins vegar ekki hugmynd um að hann mundi lifna við sem vampíra. En í vampírulíki var hann öflugri en nokkru sinni fyrr svo að hann fór og slátraði stigamönnunum sem að drápu hann sem mann. En þegar hann saug blóðið úr morðingjum hans sá hann hvað hann hafði misst mikið við þessa uppstigningu. Sólarljós olli sársauka, vatn brenndi eins og sýra, menn óttuðust hann og hann hafði ólæknandi þorsta í blóð.

Eftir að hafa drepið stigamennina talaði Mortanius við Kain og sagði honum að þetta væri aðeins fyrsta skrefið í ferð hans og að hann fengi fleiri svör við The Pillars of Nosgoth. Þar hitti hann anda Arielar, sem að sagði Kain að þessir Pillars héldu lífinu í Nosgoth og að ef þessir Pillars hryndu, þá mundi Nosgoth eyðast. Hún bað því Kain um að drepa alla Verðina sem voru eftir og þá mundi Kain fá aftur mannlegt form.

Í ferð sinni hitti Kain Vorador, sem var orðinn elsta og valdamesta vampíra í Nosgoth. Hann hjálpaði Kain, en hann var ósammála Kain um skoðanir hans á mönnum. Hann áleit að vampírur væru æðri en menn og að Kain ætti ekki að blanda sér í vandamál manna.

Þegar Kain var búinn að drepa flesta meðlimi hringsins kom hann í lítinn bæ þar sem Moebius, Guardian of Time, var að láta drepa hundruðir vampíra í Nosgoth. Kain sá þegar höfuð Voradors var látið undir fallöxina og þegar hann var hálshöggvinn. Þá tók Moebius eftir Kain og skipaði vampíruveiðurum sínum að ná honum. Kain slapp og ákvað þá að Vorador hafði haft rétt fyrir sér, vampírur væru æðri en menn.

Síðan komst hann að því að hann hafði verið svikinn, það var Mortanius sem að lét drepa bæði Kain og Ariel og hann lét Kain drepa restina af hringnum vegna þess að Kain var arftaki Arielar sem Guardian of Balance. Kain náði að drepa Mortanius en þá stóð hann frammi fyrir því að hann yrði að drepa sjálfan sig ef að hann ætlaði að ná upprunalegu takmarki sínu eða að lifa áfram og stjórna heinum deyjandi heimi Nosgoth.

Kain valdi seinni kostinn. Hann ákvað að Vorador hafði haft rétt fyrir sér og að menn ættu ekki skilið að stjórna Nosgoth. Þegar hann ákvað þetta hrundu The Pillars of Nosgoth og landið byrjaði að deyja. Kain stofnaði vampýrukeisaraveldi og fékk til liðs við sig sex vampíruliðsforingja til liðs við sig, þar á meðal Raziel. En sú saga er sögð í Soul Reaver, sem að ég mæli eindregið með.
She's well acquainted with the touch of the velvet hand, like a lizard on a windowpane