Jedi Knight 2 Jæja, þá er þessi leikur kominn, ég fékk hann um daginn og er búinn að spila hann síðustu daga á fullu. Þetta er mjög góður leikur. Fyrstu 4-5 borðin hefur maður reyndar enga force powera, sem er nokkuð fáránlegt því að í JK1 þá var maður orðinn einhver rosa jedi master í endanum.

Í leiknum spilar maður Kyle Katarn sem er eins og allir vita líka aðal söguhetjan í Jedi Knight 1 og Dark Forces. Fyrst þarf maður að klára einhver tilgangslaus borð en síðan byrjar sagan fyrir alvöru, en ég ætla ekki að segja neitt um söguþráðinn.

Þegar maður fær (loksins) einhverja force powera og lightsaberið þá verður leikurinn mun skemmtilegri og betri, mér finnst líka vera miklu betri “jedi fílingur” í þessum leik heldur en í JK 1. Ég hef næstum aldrei notað neitt nema lightsaber-ið og force poweranna, sem er besta og flottasta leiðin til að spila leikinn :)

Maður getur ekki ráðið hvaða force powera maður fær eins og maður fékk í JK 1. Sumum finnst þetta líklega alveg hræðilegt en svo kemur í ljós að þeir þurftu eiginlega að gera þetta til að geta hannað borðin betur.

Ég hef ekki prófað multiplayer í þessum leik svo að ég get ekkert sagt um það.

En hann er ekki alveg gallalaus. Sum borðin eru með alveg fáránlega staði sem maður þarf að fara á. Til dæmis eitt borðið sem ég var búinn að labba um í hálftíma þangað til ég náði í walkthrough á netinu. Þá kom í ljós að ég þurfti að fara inn í eitt lítið herbergi og fara á bak við nokkra kassa og nota force pull á einn stakan kassa sem var líklega EINI KASSINN Í BORÐINU SEM HÆGT VAR AÐ NOTA FORCE POWERA Á!!! Svona staðir eru algengir.

Samt er ég mjög sáttur við þennan leik og mæli hiklaust með honum.