Fyrir tæpu ári síðan var einhverjum leik sem ég kannaðist ekkert við troðið uppá mig og mér var sagt að spila, ég fylltist ekki miklum áhuga þar sem ég kannaðist ekki mikið við leikinn, þó svo ég hafi heyrt um nafnið “Battlezone” einhversstaðar.

En 2 mánuðum seinna ákvað ég að prófa leikinn og hér eru nokkrar staðreyndir sem ég hef komist að:

Nafn: Battlezone II: Combat Commander
Útgáfudagur: 31. des 1999.
Útgefandi: Activision
Þróunaraðili: Pandemic Studios
Tegund leiks: Fyrstu persónu skot og strategy leikur.

Þetta er svona Command & Conquer leikur, nema að þú ert þessi “Commander” og ert alltaf í fyrstu persónu (einsog í Doom), nema hvað að þetta er Strategy leikur (einsog Command & Conquer). Mér finnst þessi samblanda mjög heillandi.

Þessi leikur snýst um að ná svokölluðum “Scrap pools” á sitt vald, en með því að ná þessum auðlindum á sitt vald þá getur þú byggt hraðar og meira. Andstæðingurinn reynir auðvitað að koma í veg fyrir að þú náir þeim, og haldir þeim.

Þú byrjar með “Recycler” (Construction yard) og byggir “Scravangers” (Ore trucks). Þessi “Scravangers” geta farið á “Scrap pool” og byggt “Refinery” ofan á poolunum, þá getur þú byggt meira og hraðar. Einnig ef þú nærð að eyðileggja óvinaflaug þá kemur “Scrap” (ore) frá honum og Scravangerarnir taka það upp svo þú getir byggt meira.

Þegar þú ert kominn með nóg af “peningum” þá getur þú byggt t.d. “Factory” (byggir skriðdreka o.fl.), “Service bay” (Repair bay), “Gun towers” (varnarbyggingar) o.fl. o.fl.

Svo byggir þú almennilegan her og ræðst á óvininn. En áður en þú gerir það þá þarft þú að verjast og byggja rétt.

Smá innsýn í hvernig þú spilar leikinn:
Þú getur hoppað inn í svif-skriðdreka og látið grúppu (8 stk) af öðrum þessum svif-skriðdrekum elta þig, svo þegar þú kemur að óvinastöðinni þá geturu skipað þeim að ráðast á varnirnar á meðan tekur þú 2 með þér inn í hjartað á stöðinni og ræðst á aðalbyggingu (kallast recycler)

Ef skriðdrekinn þinn eyðilegst þá þarft þú að flýta þér í annan, því það er auðvelt að drepa þig ef þú ert ekki með neinar varnir, þ.e. inn í skriðdreka. Einfalt er að skipa einum skriðdreka að ná í þig og þá getur þú farið inn í hann, eða þú getur ræst flaugar sem þú ert með á bakinu þínu og flogið aftur í stöðina þína og farið inn í skriðdreka þar.


Það skemmtilegasta við þennan leik er hvað hann er frábær í multiplayer, það að koma saman (4-8 manns er fínt) og spila þennan leik er frábært.

Ég hvet ykkur eindregið til að prófa þennan leik, en þetta er einn besti leikur sem ég hef spilað. Hann fær svona 9.5 í einkunn hjá mér.

Ekki láta það hræða ykkur hve erfitt og flókið það er að aðlagast leiknum, um leið og þið hafið spilað fyrstu 4-5 borðin þá ættuð þið að hafa fulla stjórn á umhverfinu. Skoðið leiðbeiningar um hvernig á að stjórna, það skiptir miklu máli.