Einn pirraður leikjaáhugamaður. Verðið er of hátt! Nú er Playstation2 komin út og allir eiga að vera ánægðir. En ég er langt frá því að vera ánægður. Það er ekki bara það að tölvan kostar offjár(heilan 30.000 kall Á TILBOÐI!!!).
Leikirnir eru rándýrir, 6999kr,7999 jafnvel 8999kr. Leikirnir eru næstum orðnir jafndýrir og playstation1 kostaði forðum. Þetta er of mikið.
Ég sá þó um daginn að sumir leikir voru á 4999kr. Það var Platinium útgáfan frá Playstation. Þetta voru leikir sem voru búnir að vera á markaðnum í 3 mánuði og þeir lækkuðu um 50%. Ef þetta hefði verið á PS1 þá hefðu þeir líklegast kostað um 2000kall
Þetta voru leikir einsog TEKKEN TAG TOURNAMENT OG GT3.

Ég mæli því með fyrir alla að vera þolinmóð og bíða eftir að leikirnir lækka í verði. ÞVÍ ÞEGAR ÞEIR LÆKKA ÞÁ LÆKKA ÞEIR!!!