Ég ákvað hér að skrifa gagnrýni um nokkra leiki sem ég hef spilað í gegnum tíðina. Þið gætuð verið sammála eða ósammála, þið ráðið því en ég hef bara eitt að segja, þetta er mitt álit ekki ykkar.

Call of duty Modern Warfare 2(PC):
Mjög góður að mínu mati. Svolítið stutt single-player en samt mjög epic en multiplayer stendur algjörlega upp úr. Grafíkin er mjög góð og ég er sérlega ánægður með hversu vel optimizaður hann er og ég get spilað hann á tveggja ára gamalli fartölvu. Leikurinn hefur samt sína galla. En, ég er samt háður honum og mæli með að fólk kaupi sér hann til að upplifa multiplayerið. Ég ætla að gefa leiknum 9/10

Mario and Luigi Bowser's Inside Story(DS):
Mario RPG leikirnir hafa verið svolítið furðulegir fyrir mér og þeir eru það enn, hins vegar er sá nýjasti mjög góður, fyndinn, og skemmtilegur. Sögulínan er frekar góð en svo þarf líka að taka inn að þetta er Mario og það er eiginlega alltaf fyndið þannig að það gerir þetta bara betra. Auk þess að þá fær maður að vera Bowser í þessum leik sem ég held að hafi aldrei gerst áður. Það er frekar gott. Leikurinn fær 8,5/10 hjá mér.

The Godfather 2 (PC):
Fyrsti leikurinn var frekar awesome en það voru nokkrir hlutir sem voru mjög gallaðir. Godfather 2 lagar eiginlega allt. En hann er samt ekki fullkominn, það eru enn margir gallar en ég bara er varla að nenna að nefna þá alla. Ég skal nefna nokkra, t.d. hann er ekki vel optimizaður á PC og hann höktar frekar mikið. Ef þið höfðuð gaman af Godfather 1 þá er nokkuð öruggt að ykkur á eftir að finnast þessi góður. Ég ætla að gefa honum 8/10.

Jæja, þá ætla ég að fara að láta þetta nægja og fara að horfa á jólamyndir. Gleðileg jól og farsælt komandi ár.