Lan VMA 31. Október - 2 Nóvember Hefð er fyrir því að tölvuklúbbur VMA haldi Lan á hverri önn og verður enginn undantekning í ár. 60+ hafa mætt á síðustu lön og höfum við því verið í stærri kantinum.

Lanað verður í öllu sem okkur stendur til boða, sem dæmi má taka CoD4, Warcraft 3FT (DOTA), CS, Unreal Tournament 2k4 og mörgu öðru.

Helstu upplýsingar:


Byrjar klukkan 4 á föstudaginn, 31. Október, og hættum klukkan 12 á sunnudaginn, 2. Nóvember.

3500 kr á tölvu
-500 kr afsláttur á meðlimi Þórdunu og Huginns
-500 kr afsláttur ef þú skráir þig fyrirfram (sjá neðar)

16 ára aldurstakmark, árið gildir.

PS3/Xbox 360 tölvur eru velkomnar.

Boðið verður uppá Pizza og gos annað kvöldið, innifalið í verði.

Sjoppan verður á svæðinu.


Til að skrá sig skal senda póst á tolvuklubbur@gmail.com. Skráning veitir 500 kr Afslátt! Hafa eftirfarandi í skeytinu:
-Nafn
-Kennitala
-Símanúmer

Búið er að upppfæra heimasíðu klúbbsins og er hún á eftirfarandi slóð: www.thorduna.is/tolvuklubbur
Á síðunni má finna upplýsingar um þá leiki sem við verðum með, hvaða útbúnað þú þarft og ýmislegt annað.

Hlakka til að sjá sem flesta.

Kv. Ulfar89