Ok, ég veit hvað þið eruð að hugsa. Ekki enn einn golf leikurinn…

En það er rangt, þessi leikur er eftir Sid Meier sem þið þekkið vonandi öll. Og þetta er ekki golf hermir, heldur byggingar leikur þar sem þú býrð til golf brautir, gerir þær frægar og græðið pening. Svo ef þið eruð í stuði, getið þið alltaf sent golfarann ykkar á brautina og farið að spila.
Hljómar vel? Kannski ekki, en það er bara betra, þá verðið þið ánægðari með leikinn.
Ef þið fílið SimCity, þá fílið þið þennan örrugglega. Ef þið fílið RollerCoaster Tycoon, þá fílið þennan pottþétt. Ef eitthvað fílið eitthvað sem hefur Sim fyrir framan(eða heitir bara Sims) þá hvet ég ykkur að ná í sýnishornið af leiknum. Það er bara pure-snilld að mínu mati og ég vil ekki að þið myndið ykkur skoðun á preview-um og þusslags, heldur prófið demo-ið og myndið ykkur skoðun. Hvort sem sú skoðun er vond eða góð, þá skrifið hana hér, en ekki fyrr en þið hafið að minnsta kosti gefið demóinu eitt look.