Komiði sæl og gleðilegt árið

Eitt af tveimur nýársheitunum mínum er að skrifa grein á öllum áhugamálunum á Huga. Þetta á eftir að verða erfitt því það er t.d. ekkert grín að gera einhverja grein um leik sem ég hef ekki spilað og ætla ég því bara að byrja að tala almennt um leiki. Ég ætla að leifa mér að álykta að áhugamálið LEIKIR eigi aðeins við um TÖLVULEIKI en ekki aðra leiki

Það væri gaman að heyra frá ykkur hvenær þið byrjuðu að spila tölvuleiki, á hvernig tölvu og hvaða leikir voru heitastir í ykkar augum á þeim tíma. Þá er ég ekki að tala um tölvuspil eða eitthvað álíka.

Ég ætla að byrja.
Fyrsta tölvan sem ég eignaðist var einhver Apple tölva sem var eldri en Apple Classic tölvurnar, hún var nú allaveganna með með svarthvítan skjá. Mín var bara með svartan skjá með grænum pixlum. Skjárinn var ca 64*128 pixels (64 á hæð) og sennilega 8 tommur eða minni, ekki stærri. Enginn harður diskur og tölvan sjálf var í lyklaborðinu og var þetta sennilega fyrsta tölvan í heiminum með mús. Músinn var að sjálfsögðu sú allra lélegasta sem hægt er að finna. Pabbi var á kafi í warezinu og kom stanslaust með einhverja gullleiki td bæði vetrar og sumar ólympíuleikanna (held í Seul). Einnig voru nokkrir klassískir eins og Donkey Kong, Lode Runner og spæjaraleikurinn sem ég man ekki hvað heitir, eitthvað Were in the world is [nafnið á kallinum]. Ég veit ekki nákvæmlega hvenær þetta var, en þið getið kannski ályktað það frá tölvunni en ég get varla tímasett neitt í mínu lífi sem gerðist fyrir árið 2000.

Endilega deilið ykkar tölvuleikjabyrjun með okkur.

Kjerúlf