LAN í VMA Í lok Febrúar, 29. Febrúar - 2. Mars, verður Lan á vegum tölvuklúbbs VMA haldið í Gryfjunni. Á síðasta lani, sem var haldið 26-28 Október á síðustu önn, mættu 60 manns. Við í klúbbnum erum ánægðir með árangurinn en við viljum auðvitað gera betur því það er meira en nóg pláss í Gryfjunni.

En að laninu:

-Húsið opnar kl. 16:00 á Föstudaginn og lokar kl. 12:00 á Sunnudaginn. Þ.e.a.s. allir verða farnir úr húsinu þá.
-Kostnaður á tölvunna verður 3500 kr
500 kr afsláttur ef þú ert meðilimur í Þórdunu/Huginn og framvísir félagsskírteini
500 kr afsláttur ef þú skráir þig fyrir Föstudaginn 29. Febrúar (sjá neðar)


-Allir þurfa að koma með eftirfarandi: 1.stk tölva með tilheyrandi , 1.stk tölvumús, 1.stk lyklaborð, 1.stk tölvuskjá, 1.stk Lan snúra (5-10 M lengd er æskileg). Vinsamlegast ekki koma með eitthvað í líkingum við þetta.

-Þeir sem vilja mega koma með PS3/XBOX360 tölvurnar sínar í staðinn fyrir PC tölvur en þeir verða að koma sinn eigin útbúnað (sjónvarp og svoleiðis)

Til að skrá sig þarf að senda E-mail á 666raven666@visir.is og hafa eftirfarandi:
-Nafn ykkar í “Subject”
-í bréfinu sjálfu á að koma fram nafn ykkar (aftur) sími og kennitala.

Af öðru má nefna að Vífilfell mun styrkja fjörið með því að bjóða uppá Coke (FRÍTT COKE!!). Við munum einnig bjóða uppá Pizzu föstudagskvöldið. Sjoppan í skólanum verður síðan opnuð öðru hverju svo fólk þurfi ekki að hlaupa úti búð endalaust.

Og að lokum að leikjunum sjálfum: Svipað og síðast verðum við með ýmsa leiki í boði og er hægt að sjá lista yfir þá flesta á heimasíðunni. Við munum síðan líklega vera með einhverja leiki frá BT til sölu.

Heimasíða Klúbbsins: http://thorduna.is/tolvuklubbur/Index.htm
Upplýsingasími:867-4198

Vonast til að sjá sem flesta.
Kv. Ulfar89