Gamlir og Góðir - Dr. Mario Dr. Mario er leikur sem fyrst var gefinn út á NES(Nintendo Entertainment System) en var einnig gefin út á Nintendo 64 síðar(sem var ekki jafn góð útgáfa).

Söguþráður: Hér er eiginlega enginn söguþráður annar en að þú ert Dr. Mario og þú ert að lækna sjúklinga með því að kasta pillum ofan í þá og snúa pillunum til að raða fjórum í röð. Þegar fjórum er raðað í röð hefuru eitt þeirri röð og ef að einn af vírusunum á skjánum er í þeirri röð þá eyðist hann með. Þegar allir vírusarnir af einhverjum lit eru ekki lengur á skjánum þá hefurðu eitt þeim litaða vírus í borðinu.

Það er þrír litir í leiknum á pillunum og vírusunum: gulur, rauður og blár. Í N64 útgáfunni var gefið þessum vírusum nöfn: Chill(blái vírusinn), Fever(rauði vírusinn), Wierd(guli vírusinn.
Því lengra sem þú kemst áfram í leiknum, því fleiri vírusar verða á skjánum. Þegar maður hefur leikinn er hann ágætlega erfiður en síðar fer virkilega að hitna í kolunum þegar þú ert kominn með 20+ vírusa á skjáinn.

Leiknum hefur oft verið líkt við Tetris 2 en hefur þá fengið meira lof gagnrýnenda þar sem þessi er meiri skemmtunn fyrir spilarann og er einnig meira
konfekt fyrir augu og eyru. Þegar ég á við fyrir eyru, meina ég að tónlitin og hljóðbrellurnar eru frábærar og víkka bara skemmtunareiginleikana.

Einnig er hægt að spila leikinn með öðrum og skora hann á hólm í hvor er betri þegar maður fer í 2 player möguleikann.Mario veldur sjaldan vonbrygðum og er þessi leikur gott dæmi um það. Leikurinn og spilunin er virkilega “addicting” fyrir hvern sem er og vona ég að þið séuð á sama máli.

Ef þið viljið spila leikinn í PC tölvunni ykkar þá er hér linkur á NES Emulator-inn sem ég nota. (hægrismellið á linkinn og smellið á “save as”)
http://www.theoldcomputer.com/Libarary%27s/Emulation/NES/FCE/fceu081win.zip

Og hér er linkur á leikinn sjálfann(hægrismellið á linkinn og smellið á “save as”)
http://www.theoldcomputer.com/Libarary%27s/Emulation/NES/ROMs/Dr%20Mario.zip
Fólk er alltaf fólk sama hverju það klæðist og hvernig það lifir.