Crysis Getur innihaldið Spilli (spoiler) fyrir þá sem vilja njóta þess litla sem sagan býður uppá

Smá gagnrýni uppá gamanið, hef samt ekkert prófað fjölspiluninna en ég held að það sé fátt merkilegt þar.

Crysis er vafalaust með bestu grafík sem völ er á í tölvuleikjum þessa dagana. Þegar maður skríður um skóginn á eyjunni sem leikurinn gerist á getur maður ekki annað en dáðst að því hve umhverfið er fjölbreytt og fallegt, sérstaklega í ljósi þess að maður getur rústað því að miklu leyti. Skógarnir eru þó það eina sem mér finnst flott á miðlungs grafíkstillingum sem ég neyðist til að keyra á sökum lélegs tölvubúnaðs, en ég kem að því seinna.

Sagan er þannig að maður er meðlimur í sérsveit Bandaríkjahers í nálægðri framtíð og er sendur til að bjarga fornleifafræðingum af eyju sem Norður-Kórea er búinn að hertaka. Málin flækjast þó fljótt og eftir smá stund þarf maður að takast á við geimverur sem frysta stóran part eyjunnar. Söguþráður leiksins er nokkuð týpískur, og persónur leiksins eru auðgleymanlegir. Það er þó 2 sem gerir þetta mjög slæmt
1. Söguþráðurinn er mjög lítill partur af leiknum, það litla sem ég skrifaði þarna fyrir ofan er allt sem gerist í hnotskurn.
2. Leikurinn var hannaður frá byrjun með 2 framhöld í huga, og því miður er nákvæmlega enginn endir eða útskýring á neinu í öllum leiknum. Sumar persónur hverfa og birtast seinna og þegar maður spyr hvað gerðist þá segja þær að þær muni segja manni það seinna…semsagt í næsta leik eða svo. Endirinn er í raun alveg ófyrirsjáanlegur að því leyti að hann kemur þegar maður býst við að leikurinn sé hálfnaður. Rétt búinn með einhverja stóra geimveru og þá kemur allt í einu “To be continued” fljúgandi í andlitið á manni. Ömurlegt.

En þó sagan sé slöpp er spilun leiksins það ekki. Maður er klæddur í búning sem notast við Nanótækni og gerir manni kleyft að verða ósýnilegur, mjög sterkur eða fljótur svo eitthvað sé nefnt. Þetta + að borðin í leiknum eru nokkuð stór að flatarmáli bíður uppá margar leiðir til að leysa verkefni, persónulegt uppáhald mitt var Predator-leiðinn, þ.e.a.s. ósýnilegur og hlaupandi um og að drepa einn í einu án þess að óvinirnir urðu varir við mig. Hægt er að breyta öllum vopnum mismikið, allt frá hljóðdeyfum til sjónauka, sem er mjög skemmtileg viðbót og bætir upp fyrir þá staðreynd að það er ekkert alltof mikið af þeim. Gervigreind óvinana er ágæt og skilar sínu, en ég er miklu hrifnari af því að berjast við Kóresku hermennina en geimverurnar þar sem þær eru nokkuð einhæfar. Þyrlur og bátar Kóreumannanna hafa samt þann hundleiðinlega hæfileika að geta alltaf vitað hvar maður er og ef maður er ekki með sprengjuvörpu er enginn leið til að losna við helv* vélbyssuskothríðinna sem dynur á manni í hvert sinn sem maður stingur hausnum út fyrir dyragáttina. Nema maður sé ósýnilegur auðvitað, en það dugir bara í nokkrar sekúndur og þá byrjar skothríðinn aftur.
Borðin eru eins og ég sagði áður nokkuð stór mestallan leikin en þegar geimverurnar koma inn verða þau miklu línulegri og hætta að bjóða uppá frelsið sem maður hafði. Þetta er ekki alslæmt, en þar sem frelsi er einn af aðalsölupunktum leiksins er það nokkuð skrítin þróun. Eitt af áhugaverðustu borðunum í leiknum gerist í þyngdarleysi og þrátt fyrir að líta mjög vel út er fjári erfitt að finna hvert maður á að fara. Ég eyddi 2 1/2 tíma í það í fyrstu tilraun en þegar ég spilaði það aftur tók það aðeins 20-30 mín.

Leikurinn var svolítið óstöðgur, lenti nokkrum sinnum í svo slæmu hruni að eina sem var í boði var Restart takkinn á tölvunni. Auk þess er þyngdarkerfið oft eitthvað skrítið, allsvakalega oft sem einhver hlutur rakst létt utan í mann og það næsta sem gerist er að maður deyr líkt og einhver hafa keyrt yfir mann með skriðdreka. Allt þetta verður líklega Plástrað einhverntíman samt (vonandi). Faratæki leiksins eru allt í lagi en ekkert spes.

Það sem mér finnst samt mest pirrandi við þennan leik er að hann hefði í raun frekar átt að koma út eftir svona hálft til 1 ár. Ef það hefði verið gert hefði hann ábyggilega getað verið lengri (endist svona 8-12 tíma, mjög mismunandi vafalaust) og með betri sögu og einhverjum endi. Og svo má ekki gleyma þeirri staðreynd að það er ekki neitt skjákort á markðnum sem ræður við leikinn í þeim toppgæðum sem hann var auglýstur á, fyrir utan kannski þau sem eru yfir 50.000 kr.

Samantekt: Góður leikur sem gaman er að spila, en ekki nærri því jafn byltingarkenndur og hann var auglýstur sem, fyrir utan grafíkina en fyrir utan starfsmenn hjá Pentagon eru fáir sem geta notið hennar eins hún er best. 8.9