LAN í VMA 26-28 Október Síðustu helginni í Október verðu fagnað með Haustlani tölvuklúbbs VMA.
Það verður haldið í Gryfjunni í VMA og byrjar kl. 16:00 á föstudag og lýkur 12:00 á sunnudag s.s. 44 klst af lani og fjöri (í síðasta lani reyndi einn að halda sér vakandi, en það tókst ekki). 16 ára (miðað við árið) aldurstakmark verður en annars geta allir þeir sem hafa tilskilinn búnað (tölvu, mús, lyklaborð og lan snúru) komið.

Stefnt er að á að lana í leikjum eins og CS, CoD2, Warcraft 3, Wolf:ET, ET:QW, TF2 og UT2004 svo eitthvað sé nefnt, auk þess sem við ætlum að prófa að spila sýnishornið úr UT3 (áður UT2007). Við ætlum okkur að halda einhverjar keppnir og hafa óvænt verðlaun í boði.

Allir að koma og endilega farið inná heimasíða tölvuklúbsins fyrir nánari upplýsingar og til að skrá sig á lanið. Verð verður 3000kr á mann (fyrirfram skráning veitir 500 kr afslátt + 500 í viðbót ef þið eruð í Þórdunu eða Muninn).