Escape Velocity Trilógían Windows/Mac OS Flestir ættu að kannast við eitthvern leikjanna þriggja úr Escape Velocity seríunni, en sá fyrsti, “Escape Velocity”, kom út árið 1996 og var eingöngu fyrir Mac OS. Leikurinn (eins og hinir tveir sem seinna áttu eftir að koma út) er spilaður af einum leikmanni og gerist í geimnum í framtíðinni. Maður byrjar úti í geimnum staddur í lítilli geimskutlu sem hefur eina geislabyssu (sem er það léleg að það er næstum fljótlegra að reyna að stara óvininn til bana) og 20 tonna geymslurými. Frá þessu augnabliki eru manni allir vegir færir. Maður getur unnið sig upp og öðlast aðgang að herskipum sem óbreyttir borgarar geta ekki keypt, stofnað öflugan verslunarflota, keypt sér öflugt skip og stundað geimrán eða tekið yfir plánetur svo fátt eitt sé nefnt. Flestir byrja á því að annað hvort fara í næstu verkefnatölvu (mission computer) á næstu plánetu og taka að sér hin og þessi verkefni fyrir 5 - 15.000 kredit. Ef maður er að safna sér upp fyrir góðu orrustuskipi gæti það tekið dágóðan tíma þar sem risaskipin kosta flest yfir 20 millur og þá er eftir að kaupa á þau vopn og fínstilla vélarnar og fleira sem kostar nánast það sama og skipið sjálft - ef ekki meira. Fljótlegri leið til þess að safna sér pening er að kaupa hluti ódýrt í einu sólkerfi og selja þá dýrt í öðru. Bestu viðskiptaleiðirnar eru á milli pláneta þar sem báðar selja hluti ódýrt sem maður getur svo selt dýrt á hinni. En til þess að það borgi sig þarf maður að ráða sér önnur skip með mikið geymslurými til þess að fylgja manni. Og ekki skaðar að ráða eitt til tvö skip sem geta varið mann fyrir geimræningjum á meðan maður er svona veikburða í dollunni sem maður byrjaði á.
Á flestum stærri plánetum er hægt að kíkja á barinn. Þar er hægt að stunda fjárhættuspil, lesa geimfréttirnar og ráða sér fylgdarskip í flotann sinn. Að auki flækist maður í flesta söguþræði leiksins með því að ramba inn á bari. Stundum gerist ekkert merkilegt á börunum fyrr en maður er kominn með gott “Combat rating”, en það vinnur maður sér inn með því að rústa geimskipum.
Í leiknum eru svo nokkrar mismunandi tegundir geimvera, sumar eiga í stríði við aðrar. Sumar vilja bara stunda sín viðskipti í friði, aðrar ráðast bara á allt sem hreyfist og sumar eru dularfullar og maður getur spilað leikinn út í gegn mörgum sinnum án þess að sjá eina slíka… Sjái maður eina slíka er sennilegt að maður lifi það ekki af. Þegar maður er kominn á gott skrið í leiknum getur maður svo “valið” sér geimverutegund til þess að leggja lið, en stundum er ekki allt sem sýnist svo maður verður að hafa varann á. Aðallega eru um að ræða þrjár tegundir geimvera í fyrsta leiknum. Mennina í “Confederation” og svo ýmsar verur í “Rebelion” sem eru á móti Confederation og loks geimræningjar.

Leikur númer tvö í seríunni, EV: Override, kom út 1998 og var einnig aðeins fyrir Mac OS. Var upprunalega hugmyndin að hafa þennan leik bara sem stækkun á þeim fyrri, en varð svo úr sjálfstæður leikur. Þessi gerist nokkru fyrir tíma fyrsta leiksins. Þá standa mennirnir, “Uninted Earth”, í blóðugu stríði við illar geimverur sem kallast Voinians og er það stríð oftast miðpunktur athyglinnar, en það er svo margt annað að gerast í geimnum samtímis sem mennirnir og Voinianarnir eru of uppteknir til þess að taka eftir. Aðrar þjóðir etja einnig kappi í lífsbaráttunni í geimnum, svo sem: Miranu, Igadzra, Zidagar og Azdgari. Allar mis herskáar, mis umsvifamiklar og mis öflugar. Í þessari nýju útgáfu af fyrri leiknum er betri grafík, flóknari söguþráður, mun stærri geimur til þess að skoða og fleira.

Þriðji og síðasti leikurinn (skv. Ambrosia Software) kom svo út 2002 og var, eins og með Override, upprunalega gerður sem stækkun á leiknum sem kom út á undan. Þessi leikur skartar nýrri leikjavél og hægt er að spila þennan á OS X, OS 9 og Windows. Þessi leikur lítur mun betur út en hinir tveir. Það getur tekið daga að skoða allan geiminn og geimskipunum og vopnunum hefur fjölgað gífurlega frá fyrri leikjum. Mismunandi söguþræðir eru á hverju strái og nær óendanlegir möguleikar fyrir hendi.

Allir leikirnir eru “Shareware” og því hægt að sækja þá frítt af netinu og prófa áður eins lengi og maður vill en maður kaupir þá. Prufuspilunin áður en borgað er fyrir leikinn er þeim takmörkunum háð að aðeins er hægt að komast ákveðið langt í söguþráðum leikjarins (sem takmarkar verulega úrval vopna og skipa sem maður hefur aðgang að), ekki er hægt að ná í stækkanir fyrir leikinn og svo kemur reglulega til manns maður að nafni Captain Hektor og tekur af manni slatta af peningum.
Best er að kaupa nýjasta leikinn, því fyrir hann er svo hægt að sækja tvær “stækkanir” ókeypis sem breyta honum í annan hvorn fyrri leikjanna. Svo er verulega einfalt að breyta leiknum aftur í sitt upprunalega horf með því að fjarlægja stækkanirnar úr Plug-ins möppunni. Leikirnir eru þannig úr garði gerðir að allir ættu að geta stækkað leikina með einföldum forritum og í boði eru verulega margar stækkanir, allar ókeypis fyrir þá sem hafa keypt leikina. Þá er bætt við vopnum, nýjum geimskipum, sólkerfum, verkefnum eða einfaldlega öllu skipt út þannig að þá er kominn algerlega nýr leikur til þess að prófa sig áfram í. Möguleikarnir eru óendanlegir og allir geta lagt sitt af mörkum. Þótt nýjasti leikurinn sé orðinn fimm ára gamall bætast enn við stækkanir fyrir hann reglulega og þær sem hafa verið gerðar hingað til eru allar aðgengilegar.

Allt um/fyrir nýjasta leikinn ásamt leiknum sjálfum er að finna hérna: http://www.ambrosiasw.com/games/evn/
Endilega skoðið hann þið sem hafið ekki prófað hann ennþá.

Þið ykkar sem hafið spilað leikinn út í gegn getið kíkt hingað: http://www.evula.org/anubis/index.html og náð í stækkun sem breytir leiknum að öllu leyti. Öll skipin eru ný, allur geimurinn er nýr o.s.frv.

Einnig mæli ég með stækkun sem að kom nýlega út og heitir ARPIA2 - Hún er svolítið erfið en mjög professional og komu upprunalegir höfundar leiksins við sögu varðandi hönnun á þeim geimskipum og vopnum sem við bættust.
http://www.arpia.be/plug.html