Ímyndið ykkur GTA3. Ímyndið ykkur Godfather. Skellið þessu tvennu saman og hvað hafið þið? Mafia : City of lost heaven.

Mafia gerist árið 1930, og þú leikur mafíósa. Þegar þú ímyndar þér GTA, hugsar þú væntanlega: "Vá hvað það er gaman að geta gert allt sem ég vill. Keyra bíla, skemma bíla, drepa fólk. Allt þetta er hægt og jafnvel betur en í GTA3. Til dæmis má nefna að hægt er að sprengja dekkin á bílum með því að skjóta þau. Að keyra bíla er eins og gjörsamlega nýr leikur, því það er svo rosalega raunverulegt. Við þetta bætist svo hugsunin að vera Mafíósi. Skemmtilegustu hlutverk sem hægt er að vera í tölvuleik er maður með vald, s.s. lögga, borgarstjóri, herforingi, og svo vondi kallinn eða glæpamaðurinn. Þess vegna ætti mafíósa hlutverkið að slá í gegn, því það sameinar tvö bestu hlutverkin saman í eitt. Maður spilar leikinn frá þriðju-persónu sjónarhorni og maður getur gert mission eða hreinlega farið að gera mayhem ala GTA3. Hinsvegar verður meira gert úr missionunum til að gera söguna áhrifameiri. Þetta verður einn leikur til að fylgjast með og skora ég á alla sem hafa jafnvel hinn minnsta áhuga á leiknum að fara á gamespot.com og skoða preview-ið á leiknum.