Sæl veriði

Langaði bara að segja ykkur aðeins frá leikjunum sem ég er búinn að vera að spila í gegnum árin
Ég man nú varla eftir leikjum sem ég spilaði þegar ég var kornungur (er 14 ára núna) en man svona nokkur ár aftur í tímann.
fyrir um það bil tveimur árum spilaði ég Grand theft auto: San andreas og kláraði hann nokkrum sinnum en færði mig svo úr playstation yfir í PC leiki: byrjaði í Runescape (ég veit að hann sökkar) og fannst ágætt í honum því að ég hafði ekki kynnst örðum netleikjum og flestir félagarnir spiluðu hann. þegar RS datt úr tísku í vinahópnum chillaði ég aðeins í nokkrar vikur í Playstation en var þá aðallega í Driver 3 sem mér fannst þá mjög skemmtilegur þótt hann hafi ekki fengið góða dóma. svo gerist það að ég er í afmæli hjá vini mínum og hann fær þennan leik: counter strike (1.6) sem var þá voðalega óþekktur í mínum tölvuleikjaheimi. nema hvað að hann installar honum í veislunni og ég fæ auðvitað að prófa smá. mér fannst rosalega gaman (þótt ég væri ömurlegur) og ákvað að kaupa leikinn, fer í gegnum rosalegt málaferli hjá foreldrum mínum að fá leikinn því hann er bannaður innan 16. en nema hvað ég fæ loksins leikinn og byrja spila og eru þá flestir félagarnir farnir að spila hann líka. ég spila leikinn í svona 3 mánuði og joina clan og allt;) en svo bilar leikurinn eitthvað og það tekur svona 2 vikur að laga hann en eftir þessar tvær vikur hef ég enga löngun til að spila meira. ég hætti þá í leiknum og fer þá aftur að chilla í playstation og kíki stundum á runescape. eftir um það bil mánuð kynnist ég svo wow. byrja auðvitað að spila hann en fannst hann ekkert æði (enda algjör noob (lvl 13 Night Elf warrior) svo ég fer aftur í Runescape en eftir svona 4 mánuði hætti ég í runescape for good og fer aftur að spila wow. ég er búinn að spila wow síðan (kominn með lvl 40 Dwarf Paladin og lvl 38 Human Warlock) en er nýlega hættur í bili og er farinn að kíkja öðru hvoru á CS.

þetta var svona yfirlit yfir síðustu tvö ár í tölvuleikjaheiminum mínum. vona að þið hafið haft gaman af því að lesa þessa grein og endilega commentið. (engin skítköst takk)
END OF LINE