Fyrstu persónu skotleikur:

Half-life er án nokkurs efa besti fyrstu persónu skotleikur í sögu mannkyns. Leikurinn sem var fyrstu leikur Valve Software sló gjörsamlega í gegn um allann heim. Góð graffík, góð músík, ótrúleg gervigreind og aðalatriðið frábær spilun (gameplay).

2. System Shock 2
3. Deus Ex

Hlutverkaleikur:

Diablo frá Blizzard seldist í miljónun eintaka og selst enn. Leikurin er algjör snilld og andrúmsloftið er ólýsanlegt. Tónlistin sem er mjög góð skapar stórann þátt í því, en hún er svona gítar og synfóníu blanda. Frábær leikur eins og allir leikir frá Blizzard.

2. Baldurs Gate
3. Planescape: Torment

Uppbyggingar hermir:

Civilization 2 er margþrunginn uppbyggingar leikur frá meistaranum Sid Meier. Í leiknum byggir maður upp heimsveldi með hvaða ráðum sem maður velur. Skapaðu kafbáta, kjarnorkusprengjur, geimskip og sigraðu óvini þína.

2. Civilizatiion
3. Sim City

Herstjórnunarleikur:

Red Alert er hluti af hinni geysivinsælu Command & Conquer seríu frá Westwood. Red Alert gefur manni færi á að spila sem bandamenn eða sovétmenn í stríði sem fór af stað eftir að maður var sendur aftur í tímann til að myrða Adolf Hitler. Góð graffík, frábær tónlist og unaðsleg spilun.

2. Red Alert 2
3. Command & Conquer

Ævintýraleikur:

Monkey Island frá Sierra er alveg einstök perla í hafi ævintýra leikja og setur hann mann í spor ungsdrengs sem staddur er á “Apa Eyju”. Leikurinn gerist á tíma sjóræningjanna og er uppfullur af snilldar húmor.

2. Monkey Island 2
3. Monkey Island 3

Síspilandi fjölspilandi leikur:

Ultima Online er einn fyrsti síspilunar leikurinn sem kom og hef ég heyrt að hann hafi verið meingallaður til að byrja með. Ég fór seint inn í hann og aðeins í stutann tíma. En sá tími var mjög skemtilegur.

2. N/A
3. N/A

Já, þetta er svona grófur listi yfir bestu PC leiki sem ég hef spilað. Ég hef sennilega gleymt fullt af lekjum en það verður bara að hafa það.

Kv, Dre
Mortal men doomed to die!