Big Boss Big Boss er ein af aðalpersónunum í Metal Gear-leikjunum.
Hann kom fyrst fram í Metal Gear(1987) sem kom út fyrir MSX og NES. Þar var yfirmaður sérsveitarinnar FOXHOUND og hjálpaði Solid Snake(leikmanninum) í gegnum Outer Heaven þar sem Snake átti að bjarga Gray Fox, FOXHOUND-meðlimi. En við enda leikjarins byrjaði hann að gefa manni röng ráð. Í lok leikjarins var Big Boss, eftir að Snake eyðilagði Metal Gear TX-55(kjarnorkuvopnið sem Outer Heaven notaði), upplýstur sem leiðtogi Outer Heaven og var síðasti endakallinn.

Í Metal Gear 2: Solid Snake(1990) fær nýskipaður yfirmaður FOXHOUND, Roy Campbell, Snake að laumast inn í Zanzibar Land til að bjarga Dr. Kio Marv og uppfinningu hans, sem getur búið til ódýra olíu. Síðan komst Snake að því að Big Boss var enn á lífi og var leiðtogi Zanzibar. Gray Fox var genginn í lið með Big Boss og var stjórnandi nýja Metal Gear-tækisins. Snake sigraði þá báða og bjargaði heiminum.

Í Metal Gear Solid(1998) höfðu meðlimir FOXHOUND gert uppreisn gegn Bandaríkjastjórn og þeir heimtuðu lík Big Boss. Snake var sendur til að stöðva þau því að þau voru með nýjan Metal Gear. Síðan kom í ljós að leiðtogi FOXHOUND Liquid Snake og Solid Snake voru klónaðir af Big Boss 1970. En Liquid var sagt að hann hafi fengið veiku genin og að Snake hafa fengið þau sterku. Snake sigrar Liquid og Metal Gear.

Í Metal Gear Solid 2: Sons of Liberty(2001)kemur Big Boss eiginlega ekki fram en þriðji klónin hans Solidus Snake er nú aðalhryðjuverkamaðurinn sem hefur líka á sér nýjan Metal Gear.

Í Metal Gear Solid 3: Snake Eater(2004) leikur maður ungan Big Boss 1964 sem ber dulnefnið Naked Snake. Hann vinnur fyrir nýstofnaða sérsveit innan CIA sem nefnist FOX. Hann vinnur fyrsta verkefnið: að bjarga sovéskum vísindamanni, sem er neyddur að byggja kjarnorkuvopn sem kallast Shagohod. Snake tekst að bjarga honum en fyrrum lærimeistari hans The Boss hefur gengið lið með óvinunum og hún stelur vísindamanninum aftur. Snake snýr aftur viku seinna með nýjar skipanir: bjarga vísindamanninum, eyða Shagohod og rússnesku fjandmönnunum og The Boss. eftir að hafa laumast inn í virki óvinana(og misst hægra augað) eyðir hann vopninu og drepur The Boss. En í lok leiksins var upplýst að Bandaríkjastjórn hefði samið liðhlaup The Boss til að hún gæti náð peningum sem þeir, Rússar og Kínverjar höfði safnað saman í Seinni Heimsstyrjöldinni og það var líka samið að Snake myndi drepa hana. Nokkrum dögum síðar var Snake gefinn titillin Big Boss af Lyndon B. Johnson forseta.

Í PSP-leiknum Metal Gear Solid: Portable Ops(2006) sem er framhald af Snake Eater. Leikurinn gerist 1970 og FOX-deildin hefur gert uppreisn gegn BNA með því að hertaka sovéska kjarnorkustöð í Kolumbíu. Big Boss er tekinn til fanga af FOX út peningum fyrrnefndu. Snake hittor í fangelsinu ungan mann Roy Campbell að nafni og saman ná þeir að sleppa úr fangelsinu en komast að því að FOX hefur stolið kjarnorkuvopni sem kallast Metal Gear RAXA. Big Boss og Campbell þurfa að stöðva FOX og ná hermönnum kjarnorkustöðvarinnar á sitt band og stofna þar af leiðandi grunn FOXHOUND.

Big Boss á víst að koma fram í Metal Gear Solid 4: Guns of the Patriots því á plakati af leiknum sést Big Boss en hlutverk hans er enn óljóst. Og svo gæti hann komið fram í hugsanlegu framhaldi/hugsanlegum framhöldum af Portable Ops því að það líða svo mörg ár frá Portable Ops og að Metal Gear(1970-1995).