Leynimorðingjinn óborganlegi kemur aftur úr felum vor 2002 fyrir PC

Eidos Interactive (NASDAQ: EIDSY), tilkynnti á dögunum að Hitman 2: Silent Assassin, framhaldið af metsöluleiknum Hitman: Codename 47, er í framleiðslu fyrir PC. Leikurinn er gerður af Io Interactive og er Hitman 2: Silent Assassin áætlaður í sölu næsta vor.

“The Hitman serían heldur áfram að vera leiðandi í gerð skotleikja þar sem hugsunar er krafist,” segir Chip Blundell, Markaðsstjóri Eidos Interactive. “Hitman 2 tekur við þar sem fyrri leikurinn hætti og gefur hann leikmanninum tækifæri á að fara í fótspor leigumorðingja og taka þátt í spennandi verkefnum af svipuðum toga og gerðu Hitman að metsöluleik.”

Söguþráðurinn í Hitman 2 hefst í klaustri á Sikileyjum. Tilraunir hans til að fjarlægjast ofbeldisfulla fortíð sína hafa misheppnast, þar sem rússneskur glæpaforingji hefur fundið hann og platað til að snúa aftur. Okkar maður fangast í blekkingavef og Hitman kemst snögglega að því að hann hefur verið blekktur og er orðinn skotmark sjálfur.

Fjöldi nýrra hluta prýða Hitman 2, þar á meðal: val á milli þess að spila leikinn í fyrstu eða þriðju persónu; hægt er að vista leik í miðju verkefni; Nýtt og uppfært “inventory system” sem gerir leikmönnum kleift að fá og geyma á sér vopn og hluti frá verkefni til verkefnis í stað þess að þurfa að kaupa allt í hvert skipti; hægt er að leysa verkefnin á marga vegu, annað hvort getur maður læðst um og drepið bara aðal mennina eða maður getur skotið allt og alla niður; og að lokum, þá eru borðin í leiknum hönnuð af fagmönnum og leikurinn er þannig úr garði gerður að leikmenn geta spilað hann á þann hátt sem þeir kjósa.

Sem leigumorðingi þarf maður töluvert af vopnum og nú er boðið uppá vopn á borð við hnífa, skammbyssur, “sniper” riffla, hin ýmsu sprengjiefni og handsprengjur. Hitman fær einnig vopn sem ekki eru banvæn og eru þar á meðal klóroform, eiturörvar, rafmagnsbyssur, laser miðara, gleraugu til að sjá í myrkri, græjur til að brjóta upp lása og fjarstýrðar myndavélar. Leikmenn fá einnig fjölda af aukadóti eftir því sem þeir spila leikinn meira.

“Liðið sem er að vinna að Hitman 2 byggir á fyrri leiknum til að geta skapað svalasta leik þessarar tegundar,” segir Janos Flosser, Framkvæmdarstjóri Io Interactive. “Við höfum keyrt allt til hins ýtrasta til að skapa ótrúlega spennandi spilun og djúpa karaktersköpun, þannig að leikurinn verði sá spilanlegasti sem gerður hefur verið.”