Guitar Hero Ég ætla hér að gagnrýna tölvuleikinn Guitar Hero fyrir Playstation 2.
Ég fór til London í september og keypti mér þennan leik. Ég var voðalega spenntur eftir að hafa prófað hann í mjög mörgum búðum þarna í London. Hann kostaði ekki nema 49 pund svo ég ákvað bara að kaupa mér hann. Þegar ég kom heim frá London þá opnaði ég leikinn sem var í svona kassa og í kassanum var gítar, ól, leikurinn, bæklingur, límmiðar og eitthvað fleira. Ég byrjaði á því að spila leikinn í easy og ég var alveg rosalega lélegur í þessu fyrst en svo varð maður alltaf betri og betri og var farinn að venjast þessum leik.
Ég ætla núna að lýsa ýmsum hlutum í leiknum:
Gítarnn er örlítið minni en venjulegur gítar og er með svona 5 böndum sem eru merkt eftir lit: grænum, rauðum, gulum, bláum og appelsínugulum. þar sem maður vanalega slær á strengina er svona plast dæmi sem stendur út og er svona hálfur centímetri og það er það sem maður á að slá á. Gítarinn er ekki í svona USB eins og Singstar micarnir eru heldur er hann bara fjarstýring.

Leikurinn sjálfur og hvernig hann gengur fyrir sig:
Leikurinn er þannig að á skjánum þar koma svona punktar sem eru í lit eins og böndin og þegar að það kemur til dæmis grænn litur þá áttu að ýta á græna bandið og slá niður. Það getur verið erfitt fyrst að venjast þessu en þetta kemur allt.
Hægt er að velja um easy, medium, hard og expert. í easy þá notaru bara 3 efstu böndin og svo í medium notaru fjórðu eftstu og svo í hard og expert þá er þetta erfiðara og þá ertu að nota öll böndin og þá er líka allt miklu hraðara.
Eitt sem er mjög sniðugt við þennan leik er að það er trommusláttur og söngur og allt það undir en ef þú slærð ekki nótuna þá heyrist ekkert í gítarnum þannig að ef þú vilt láta lagið hljóma vel og rétt þá þarftu að ná að hitta allar nóturnar. Það eru 5 kaflar í leiknum: Opening licks sem er fyrsti, Axe-Grinders sem er annar, Trash and burn er þriðji, Return ef the shred er fjórði og svo að lokum er það Fret Burners sem er erfiðastur. það eru 5 lög í hverjum kafla en þú getur keypt þér fleiri lög en ég tala meira um það á eftir.

Lögin í leiknum:
Mörg þekkt rokklög eru í leiknum eins og Smoke on the water með Deep Purple, Iron Man með Black Sabbath, Crossroads með Cream, I love Rock and roll, Spanish Castle Magic með Jimi Hendrix, No One Knows með Queens of the stone age, Ace og Spades og fullt af fleiri frægum rokklögum.

Aukahlutir í leiknum:
Í leiknum er hægt að opna svona ,,Shop'' en það er samt ekki hægt í easy en allaveganna er hægt að kaupa sér margt eins og gítara en Gibson styrkir leikinn þannig að það eru fullt af Gibson gíturum og svo einnig geturu keypt þér nýja liti fyrir gítarinn þinn og svo er hægt að velja um 6 carachtera í byrjun leiks en svo er hægt að kaupa sér fleiri þegar þú færð pening en þú færð pening fyrir að ‘'performa’' á tónleikum og það fer bara eftir því hvernig þú stendur þig um hvað þú færð mikinn pening. Í búðinni er líka hægt að kaupa sér video þar sem er hæt að sjá gerð leiksins og svona. Svo að lokum er listi af fullt af lögum sem eru svona flest óþekkt.

Ég er byrjaður að spila leikinn í Hard en mér finnst það miklu skemmtilegra heldur en að vera að spila hann í easy. Ég spila sjálfur á gítar og hef gert það í 4 ár. Ég hafði mjög gaman af þessum leik og ég hlakka til að prófa Guitar Hero 2. Ég gef leiknum 8.5 af 10 og ég er mjög sáttur við hann og ég mæli með að þið prófið hann.

Kv, SnoSno