Resident Evil: Outbreak Þó að ég þekki ekki marga sem fíla þenna leik þá finnst mér hann vera besti “Survivor” leikur sem er hægt að fá. Hann fékk 7.2 á GameSpot sem er mjög gott. Fyrir þá sem vita það ekki þá er Resident Evil leikur þar sem maður á ekki að skjóta allt sem hreyfist. Þvert á móti. Maður á bara að reyna lifa af. Og þessi leikur hefur mest af “því”. Það sem hefur hinsvegar alltaf böggað mig með Resident Evil er að það er of auðveldlega hægt að breyta endinum eða einhverjum part og þar með breytt sögunni.

Dæmi- Í Resident Evil þá getur Barry dáið oft (annað hvort af Hunters eða Tyrant) en í Resident Evil3 þá bjargar hann manni í endann (ef Nicholai deyr ekki þ.e.a.s)

En allavega, í Outbreak eru 5 borð, mistór, miserfið og það eru:

Outbreak: Bar og götur Raccoon City´s

Below Freezing Point: Neðanjarðar leynileg rannsóknarstofa í eigu Umbrella.

The Hive: Spítali.

Hellfire: Hótel (psst… það er kveikt í því)

Og auðvitað Decisions, Decisions: Háskóli/ smá höfn.

Í Outbreak eru uppvakningarnir (smá krákur) mesta hættan og allt borðið er maður að reyna forðast þá og komast frá þeim.

Í Below Freezing Point eru uppvakningar (samt lítil sem engin hætta af þeim), Hunterar sem geta eyðilagt vopn og drepið mann í einu höggi og auðvitað fiðrildið/lirfur sem geta eitrað mann. Endakarlinn er Mutated G

Í The Hive eru uppvakningar, uppvakninga hundar og auðvitað Leach man (ekki hægt að drepa/meiða FORÐAST HANN ÞAR TIL ÞÚ VEIST HVERNIG Á AÐ DREPA HANN! og endakarlinn er bara ein stór, feit, ljót Leach.

Hellfire uppvakningar, Lickers, krákur og auðvitað eldurinn mesta hættan. Endakarl (eða kona ætti ég að segja) Regis Licker.

Decions, Decions eru *anda inn* uppvakningar, krákur, stórar vespur,hákarlar ef þú dettur í sjóinn, stórar köngulær og auðivitað Tyrant (sem skal forðast) Endakarlinn er Tyrant.

Og svo er auðvitað fullt af aukaborðum og þannig eins og í hinum leikjunum.

Þú getur leikið einn af átta persónum, hver með sinn kost og veikleika þar sem þú ert að leika borgarbúa eða venjulegt fólk (í staðinn fyrir sérsveitarmenn í hinum leikjunum) Allavega, þau eru öll sýkt af hinum alræmda T-Virus og þurfa að finna lækningu. En persónurnar eru:

Kevin: Mæli með þessum. Hann er með 45´ og getur sparkað. Hann er R.P.D (Raccoon Police Depardment) lögreglu maður og er hraustur ungur maður sem getur höndlað vopn.

Mark: Sterkur en brýtur Melee vopn fljótlega. Hann er fyrrverandi hermaður (veteran) og vinnur nú sem öryggisvörður. Ekki fljótastur en hann er líka með 45´ =D

George: George er læknir. Og þar sem hann er það getur hann búið til fullt af lyfjum með “herb´s”. Hann getur líka tackelað óvini.

Cindy: Þjónustustúlka á J´s Bar (byrjunarborðið). Hún er með Herb case og getur læknað aðra. Hún getur líka “duckað” frá árásum (beygt sig)

David: Pípari. Getur búið til glás af vopnum. Lagað hluti og er með hníf og skrúfulykla sem hann getur hent. Hann miðar samt leiðinlega.

Alyssa: Blaðamaður og getur þess vegna opnað læsta skápa og fundið ýmislegt skemmtilegt. Hún getur líka forðast óvini með R1 og hring.

Jim: Vinnur við að selja miða í neðanjarðarlestir. Hann getur fundið hluti (ef þið eruð með kort) og þóst vera dauður (mæli samt ekki með þessu nema í neyð þar sem þegar hann gerir þetta þá hækkar T- Levelið í honum hraðar) Hann er líka með krónu sem hann “flippar” og ef það er “heads” þá hittir hann betur thus meiri sársauki fyrir óvini

Yoko: Nemandi. Vann víst líka hjá Umbrella. Hún er með bakpoka sem gefur henni auka 4 slot sem er gott. Special move-ið er að “sleppa” frá óvinum.

Og það eru allir.

Það sem mér finnst skemmtilegt við þennan leik líka er að hann gerist í Raccoon City (leiðinlegt að það var sprengt upp =/)

Maður er alltaf með amk 2 félaga sem maður reynir að halda á lífi auðvitað. Þeir geta þó oft verið heimskir og stundum virka “commandin” ekki. Það er mjög mikill munur á Easy og Hard. Bara head´s up.

Svo auðvitað: 5 borð- 8 persónur. Ef maður ætlar að vinna hvert borð með öllum þá er mikil hætta að maður fær leið á borðinu. Svo er Collection þar sem er hægt að kaupa glás af hlutum.

Vonandi koma nokkur framhöld.

Lokaorð: Ef þið eruð að spila hann í fyrsta skipti þá mæli ég með Kevin í Easy.

Ef þið eruð í vandræðum getið þið PM-að mig eða
http://db.gamefaqs.com/console/ps2/file/resident_evil_outbreak_b.txt (hjálpar mikið)

P.S Veit að myndin er úr File#2 en c´mon. Svöl mynd.
Let me in, I’ll bury the pain