'Take that' heirist í orminum þegar ég ýti á space, og þegar ég sleppi flýgur eldflaugin af stað, en ég skaut vitlaust og vindurinn þeitir henni af braut og beint í einn af mínum eigin ormum. Hann flýgur ofan í sjóinn og ‘traitor’ heirist í óvininum.

Eins og kannski sum ykkar eru búin að giska á þá er ég aftur yrjaður að spila Worms, Worms Armageddon til að vera nákvæmur. Þessi nostalgíu tilfinning sem ég fékk þegar ég ræsti hann fyrst var ekkert annað en yndisleg. Að byrja að spila leik í þeirri röð af leikjum sem ég byrjaði allra fyrst að spila.

En eins og nafnið gefur til kynna þá ætla ég hérna að skrifa um Worms leikina, ekki æskuminningar mínar :P svo snúum okkur að leiknum. Auðvitað þekkja allir Worms leikina. Þeir eru svona eins og Super Mario Bros, sama þótt maður hefur aldrei spilað þetta, þá veit maður hvað þetta er. En fyrir þá sem vita það ekki, þá er Worms sería af leikjum sem ganga allir út á að maður er með eitt lið af ormmum og maður er að útrýma óvina ormaliðinu með heilu tonnunum af vopnum, alveg frá basúkkum yfir í heilagar handsprengjur til Risastórra steypu asna(já ég sagði steypu asni). Það eru komnnir út nokkrir leiir og auðvitað eru þeir misgóðir, ég til dæmis prófaði worms 3D og mér fannst hann ekki góður, það að taka Worms úr sínu kunnulega 2D umhverfi í 3D voru mistök að mínu mati, en auðvitað fer það bara eftir hverjum og einum að dæma það. En það eru samt líka nokkrir gallar við Worms Armageddon, til dæmis að hann krassar af og til. Og svo eru sumar raddirnar alveg hræðilega pirrandi.

En ég mundi gefa öllum Worms 2D leikjunum 9.2/10 og Worms 3D, 4 og Under siege 6.5/10

Þetta er fyrsta greinin mín, svo ekki vera með neitt skítkast.