Doom fyrir Gameboy Advance Doom er væntanlegur fyrir Game Boy Advance. Leikurinn er gerður af id Software og David A. Palmer Productions. Id og Palmer sendu nýlega frá sér gamla id smellinn Commander Keen fyrir Game Boy Color.

Nú geta eigendur Game Boy Advance spilað gamla PC leikinn Doom í fullkominn útgáfu. Game Boy Advance útgáfan nær að endurskapa upplifunina við að spila Doom eins of við þekkjum hann á PC. Leikurinn verður bannaður innan 15 samkvæmt staðli ELSPA.

“DOOM var tímamótaleikur á PC og nú er hann mættur á nýjan leik til að breyta landslaginu í “mobile” leikjum,” segir Todd Hollenshead, CEO, id Software. “Aðdáendur DOOM geta tekið gleði sýna á ný – ef þið hélduð að fyrsti leikurinn hafi verið martröð líkastur, ímyndið ykkur þá að hafa öll kvikindin í leiknum í vasanum á öllum stundum.”

DOOM fyrir Game Boy Advance etur leikmanninum gegn “cyber-organic” kvikindum og djöflum sem hingað til hafa aðeins birst í martröðum. Leikurinn inniheldur 24 borð í fullri þrívídd. Leikmaður getur valið um 8 vopn.

En DOOM var einnig þekktur fyrir “multiplayer” og þeirri hefð er haldið á lofti í þessari Game Boy Advance útgáfu. 2 til 4 leikmenn geta spilað saman í klassískum DOOM Deathmatch og notað til þess öll “single-player” borðin eða eitthvert af hinum 8 borðum sem sérstaklega eru hönnuð fyrir “multiplayer”. En ekki nóg með það, því einnig geta 2 leikmenn snúið bökum saman og klárað “single-player” leikinn í sérstöku “Cooperative mode”.