SSX On Tour Já ég fékk þennan skemmtilega leik frá mömmu minni (var að koma frá Chicago) og ég verð bara að segja að mér finnst þessi leikur mjög góður, flott tónlist og flott grafík. Ég fékk hann á X-box og það er fín spilun í leiknum á X-box. Í Quik race eða multi-player þá getur maður unlockað MJÖG mikið af aukaköllum stil dæmis mario, the rocker(kemur fram í myndbandinu í byrjun.)

Það skemmtilega við þennan leik, eða mörgum finnst það allavegna er að það er ekki bara hægt að fara á bretti heldur líka skíði. Markmiðið í leiknum er að vera #1 í heiminum. Þú færð sponsora í gegnum leikinn sem gefa þér pening EF að þú ert í t.d fötum frá þeim, bretti/skíðum frá þeim og margt fleira. Músíkinn eins og ég sagði í byrjun er mjög góð svona melódískt rokk til metal. Mörg lög úr þessum leik koma líka fram í Burnout:Revenge. Munurinn við þennan leik og SSX:Tricky er að hér ferðu ekki bara í eitthvað race þú velur hvort þú ferð í mikilvægt race eða bara svona “shred contest” einsog það kallast.Í staðinn að velja bara einhvern kall og búið geturu breytt algörlega fötunum og hárgreiðlunni og þannig. Nú eru ekki Tricky tricks uber-trick heldur Monster trick. Þú færð í byrjun bara 4 þannig en í gegnum leikinn geturu keypt mörg og mikil. Samt er synd að Psymon er ekki því mér fannst hann svo skemmtilega brjálaður =). En já, hér koma dómar:

Grafík:9.5
Spilun:9.0
Hljóð:8.5
Meðaleinkunn:9.0