Grim Fandango Nú að þessu sinni ætla ég að skrifa um hinn frábæra tölvuleik Grim Fandango en ég hef verið að leita að honum í búðum í circa 2 ár og nú um daginn fann ég loksins eintak í Skífunni og hef varla verið ánægðri en hann er kallaðir LucasArts Classic : Grim Fandango og fékk hann á topp verði, 2099 kr!

Grim Fandango er í stuttu máli um Manny Calavera, ferðasölumann(travel agent) í “Land of the Dead” en þegar þú deyrð í okkar heimi ferð þú þangað og ert það í 4mín-4 ár en það er allt eftir hvernig sölusamning(og sölumann)þú hefur, hvort þú kaupir samning uppá: göngustaf, bíl, skip eðan lest(sem fer á 4mín).
En skyndilega fara undarlegir hlutir að gerast og þú þarft að komast að hver þeir eru og þarf einnig að leysa þá.

Leikurinn er algjör classic en hann kom út árið 1998 og fékk þá bestu(eða næstbestu)dómana það árið og var í mjög mikilli samkeppni við Half-Life.
Það er mjög góð graffík í leiknum og hann er einn sá besti í sínum flokk, puzzle og adventure en LucasArts sem framleiðir leikin hefur verið með albestu leikina í þem flokk en það sem einkennir LucasArts leiki er að í þeim flesum er heilmikið grín, þá nefni ég leiki einsog; Monkey Island Leikina, Full Throttle, The Dig, Day of The Tentacle og Sam and Max Hit the Road sem eru allir rosalega góðir og eru flest allir ornir klassískir.
Og einnig eru LucasArts puzzle leikirnir þekktir fyrir hversu langan tíma það tekur að vinna þá og einnig skemmtangildi sitt, svo að ég hvet sem flesta að drífa síg útí Skífuna Kringlunni og kaupa sér hann á þessu hlægilega verði!

Minn dómur: * * * * af * * * * stjörnum

Með kveðju,
IndyJones