Þar sem það er ekki til áhugamál um leikjatölvur þá ætla ég bara að senda inn greinina mína hér á áhugamálinu leikir. Ég vill tala um leiki sem eru komnir út á ps2.

Timesplitters er einn af fyrstu leikjunum sem ég keypti, hann er svosem ágætur. Fullt af persónum, nokkuð mikið af byssum og nokkuð mikið af borðum. Hann er svona í anda Unreal Tournament en er varla jafngóður. Leikurinn væri örugglega betri ef hann væri í pc því þar er lyklaborð, þó að það sé hægt að fá lyklaborð í ps2 þá vill ég frekar spila hann í pc. En byssurnar eru virkilega góðar, hægt að hafa uzi x2 og shotgun x2 og það er frábært. Sérstaklega ef maður hleypur framhjá rúðu og tætir hana. Story Mode er frekar lélegt. Það byggist á að hlaupa í gegnum borðið skjóta vondu kallana, ná í eitthvað dót og hlaupa til baka. En á bakleiðina koma Timesplitters, sem eru kritter sem meiða mann og þarf maður bara að hlaupa og reyna að verða ekki fyrir skoti af þeim. Hægt er að spila á easy, normal og hard.
Besta við leikinn: Byssurnar og borðin
Versta við leikinn: Story Mode
Tónlist: 60%
Skemmtanagildi: 75%%
Ending:70%
Einkunn 75%.

Svo er það SSX sem er snjóbrettaleikur. Í leiknum eru 8 persónur sem maður þarf að þjálfa með því að vinna borð. Þegar maður þjálfast þá fær maður fleirri bretti og fleirri borð. Svo getur maður fullkomnað nokkur trick og þá fær maður nýja búninga. Það eru þrenns konar tegundir til að spila:
Race, keppa á móti fimm öðrum og ná bronsi, silfri eða gulli.
Showoff, safna sem flestum stigum og maður getur. Ef maður er góður og nær að stökkva sumstaðar verulega hátt þá nær maður Snowflakes sem annað hvort tvöfaldar, þrefaldar eða fimmfaldar öll stigin.
Freeride, leika sér í borðunum.
Besta við leikinn: Mercury City, eitt af borðunum.
Versta við leikinn: Ekki hægt að ýta á restart þegar maður er að keppa.
Tónlist: 75%
Skemmtanagildi: 95%
Endingagildi: 90%
Einkunn: 85%
<B>Azure The Fat Monkey</B>