Já sælt veri fólkið og þakka ég ykkur fyrir að geta gefið ykkur tíma til að lesa þessa hreint út sagt ‘'frábæru’' grein mína.

Skrifaði ég þessa grein einna helst til að bera saman ‘'This is Football 2005’' og ‘'Fifa 2005’' og vil ég fá að koma minni skoðun á framfæri varðandi kosti og galla þessara leikja.

''This is Football 2005'' er ekkert mjög frábrugðinn ‘'Pro Evolution Soccer’' að því leyti að stjórnun á köllunum er eiginlega sú sama,nema að nokkrum undartekningu,og þær eru eftirfarandi:

Skotið er með hring í ‘'This is Football 2005’' en kassa í ‘'Pro’' og finnst mér það eiginlega vera eina stórtæka breytingin.

Koma svo líka inn nokkrir ‘'featurar’' í ‘'This is Football’' sem gera leikinn mjög skemmtilegan,þar á meðal að geta gert leikaraskap,sólun er ekkert svo auðveld nema kunnátta sé á bakvið og að spila varnarbolta er skemmtilegt.Hefur þessi leikur meðal annars þann kost að ekki er hægt að skora alltaf alveg eins mark og hefur hann það fram yfir ‘'Fifa 2005’'.

GRAFÍK LEIKSINS: Leikurinn nýtir sér sömu game engine og ‘'Pro Evolution’' og er því grafík leiksins ekki til vonbrigða og verð ég að gefa henni 8,0

HLJÓÐ: Varð ég fyrir miklum vonbrigðum varðandi hljóðið vegna þess hve hátt ég þurfti að stilla sjónvarpið til að heyra vel í þeim sem lýstu leikjunum. Verð ég því að gefa hljóði leiksins 7,0 í einkun.

Skemmtun: Hef ég spilað þennan leik í 3 daga og það sem kemur helst á óvart er að maður nennir því enn án hvíldar. Er meðal annars íslenska landsliðið þar og kemur líka skemmtileg viðbót sem kallast ‘'Eye Toy Cameo’' sem gerir þér kleyft að skanna andlit þitt með ‘'Eyetoy’' myndavél á haus einhvers kalls og gert því 3D módel á kallinn og farið og séð sjálfan þig á vellinum. Án efa þrælgóð skemmtun. Einkun: 9,5


''Fifa 2005'' eins og við þekkjum hann best,byggir á leikjavélini frá ‘'EA SPORTS’' og eru andlit leikmannana sem eru í liðunum án efa vel gerð. Það sem ‘'Fifa 2005’' hefur framyfir ‘'This is Football 2005’' er netspilunin,því til að geta spilað á netinu í ‘'This is Football 2005’' þá þarftu fyrst að komast inná ‘'Central Station’' til að skrá þig þar inn,og þarf því sérstakan disk til þess,en aftur á móti er hægt að komast strax ‘'online’' í ‘'Fifa 2005’'.

Annað sem ég er ánægður með eru þeir sem lýsa leikjunum sem heita Ally McCoist og John Motson. En í ‘'This is Football 2005’' þá fara stundum lýsarnir ‘'aftur úr sér’' og segja hluti sem gerðust fyrir löngu þegar um 10 sek eru liðnar og er það stór galli.

Hins vegar þá er spilun ‘'Fifa 2005’' ekki nærri eins góð og í ‘'This is Football 2005’' og því verð ég að segja að það dregur skemmtana gildið niður.

GRAFÍK Leiksins er án efa góð og verð ég að segja að þeir hjá EA fyrirtækinu hafa unnið heimavinnuna sína þar. GRAFÍK: 9,0

Hljóðið er svipað og í ‘'This is Football 2005’' vegna þess að það þarf að hækka sjónvarpið töluvert til að heyra betur.Hljóð: 7,0
Skemmtun: Varð ég fyrir vonbrigðum þar,því þessi leikur er án efa ekki eins góður og ‘'This is Football 2005’' eins og ég sagði áðan. Ertu oftast að skora alveg sömu mörkin og er þessi leikur ekki góður.(Mín skoðun) Því verð ég að gefa skemmtanagildi leiksins 7,0 í einkun.


Summi kveður……………..