Nú duttuð þið heldur betur í lukkupottinn kæru hugarar því nú ætlar sykurhúðaði súkkulaðistrákurinn að skrifa um Rocky:Legends leikinn.

Byrjaði þetta svo að ég var nýbúinn að fá útborgað í vinnunni og ákvað því að skreppa í Smáralindina til að kaupa meðal annars sjónvarpskapal,ís og tölvuleik.

Gekk leiðin þangað ekki vel af því að ég labbaði þangað,og ekki bætti úr skák að rigning setti strik í reikninginn.

Varð maður bara að harka það af sér,enda illa klæddur og bjóst ekki við svona veðri.

En nóg um það,því kom maður loks inn í Smárann og var ferðinni heitið í BT að kaupa kapalinn og leik.Skaust ég þar inn og keypti kapal og varð ég síðan að velja mér leik. Komu margir til greina,meðal annars Tiger Woods 2005,Killzone,James Bond,NHL 2005 o.s.frv.

Þrátt fyrir mikið úrval ákvað ég að prófa eitthvað nýtt og skella mér á boxleik.
Var þar val milli Fight Night 2004 og Rocky Legends.Valdi ég Rocky enda hef ég verið aðdáandi í langann tíma.

Voru væntingar mínar miklar enda vildi ég finna hinn ‘'fullkomna’' boxleik sem hentaði mér. Skaust ég því inní ísbúð og keypti mér ís til að hafa meðferðis.

Hljóp ég heim með leikinn eftir að hafa lokið við ísinn og setti leikinn í Playstation 2 tölvuna mína,og viti menn,leikurinn virkaði!
Var ég feginn að þetta var ekki gallað eintak og ákvað að sjá hvers megnugur þessi leikur var.

Kom introið og horfði maður á það og skellti maður sér síðan í ‘'Exchibition Match’' til að venjast leiknum og sjá hvernig hann væri og ef ég ætti að gera langa sögu stutta þá var þessi leikur algjör snilld!

Verð ég líka að fá að segja það að þessi leikur er besti boxleikur sem ég hef á ævi minni prófað,og ætla ég að gerast það djarfur að gefa leiknum 8,5 af 10.

Summi kveður að sinni……..