Næsti "GTA" Faðir Grand Theft Auto (GTA), David Jones gaf út fyrir 3 dögum síðan (16. febrúar) að byrjað væri á nýjum leik undir nafninu All Points Bulletin (APB), og að það yrði hans fyrsti online leikur og einnig MMORPG leikur (eða semsé bara MMORPG leikur).

Leikurinn verður um tvö lið, Squads (löggur) og Gangs (bófa), og er bísna augljóst að sjá tilgang þessara hliða, löggan á að uppihalda lögunum en bófarnir að brjóta þau, allt frá grafiti til bankarána til stríða milli “góðs og ills”.

Það verður fyrirtækið Webzen sem gerir og gefur út leikinn en hafa þeir gefið út marga aðra fræga leiki og ætti því að hafa smá reinslu í bransanum. Þó svo að leikurinn byggi ekki á sjálfum GTA verður hann svipaður að mörgu leit þar sem að mikið frelsi á að vera fyrir höndum og RPG möguleikarnir ættu að verða þónokkrir miðað við hvernig aðrir MMORPG leikir byggjast upp. Ein skemtilegasta viðbótin, sem og ein mesta breitingin, frá GTA, verður þó sú að leikurinn byggir á jörðinni, eða löndum og borgum þeirra eins og við þekkjum í dag líkt og gamli góði Midtown Madnes gerði og verður því hægt að keira um þektar götur og stræti og himsækja fræga staði (jafnvel eitthvað sem maður þekkir úr raunveruleikanum eða sjónvarpi).

Þar sem Webzen er núna að hanna leiki fyrir næstu kynnslóð leikjatalvna og eru að vinna við leiki með Unreal 3 vélinni má reikna með góðum gæðum og þær myndir sem hafa byrst eru frekar flottar (en screenshots er eitt og leikreinsla annað!!). Einnig hafa þeir opnað nýjar skrifstofur og vinslan er komin á fullt og lofar það mjög góðu. En planað er að gefa leikinn út snemma 2007 (early 2007) og þar sem GTA SA kemur á PC núna 10 júlí ætti maður að hafa eitthvað að gera allavegana í smá stund!!!

http://www.gtagaming.com/

http://home.businesswire.com/portal/site/google/index
.jsp?ndmViewId=news_view&newsId=20050215005406&newsLang=en

http://www.gamershell.com/news/20219.html