Tölvuleikirnir eru alltaf að taka breytingum. Fyrir um það bil 10 árum voru þeir t.d. miklu einfaldari og að mínu mati miklu auðveldari. En nú er spurningin, hvað varð um gömlu tölvuleikina? Þessir klassísku, Tetriz og Súper Maríó. Spilar einhver þessi leiki ennþá?

Ég spurði vinkonur mínar út í þetta. Spurningin var, “Hvað varð um alla gömlu, góðu tölvuleikina?”

Sú fyrsta sagði, “Þeir hurfu og í staðinn komu góðir online leikir.”

Næsta, sem er með geimverur og matarvenjur þeirra á heilanum svaraði, “Það komu geimverur og átu þá,” án þess að líta upp úr bókinni sinni.

Svar þriðju var að hún vissi það ekki, en hún vildi samt fá Súper Maríó 3!

Fjórða sagði, “Guð, ég veit það ekki. Það er samt hægt að spila þá á einhverjum síðum, þó ég held að enginn geri það.”

Já, eitt er víst að öld leikjanna þar sem maður labbaði eftir borði, horfði á allt á hlið og hoppaði á litlu vondu kallana er liðin. Nú hafa tekið við stærri og flóknari leikir með viðameiri grafík og flóknari takmörkum. Svo eru líka komnir þessir svokallaðir MMORPG leikir, spilaðir í gegnum netið.

En er til einhver þarna úti sem spilar gömlu, góðu tölvuleikina? Ég fann gamlan Súper Maríó leik og var til dæmis í honum geðveikt lengi í dag (27.1.05) þegar netið hjá OgVodafone hrundi í marga klukkutíma. Stefni á að klára hann á næstu dögum…