Komiði sæl

Þar sem ég er nú kominn í jólafrí ákvað ég að senda inn grein um leikinn Savage: the Battle for Newerth. Mörg ykkar hafa eflaust prófað hann því demóið var lengi vel á háhraða. Það má segja að Savage sé bæði herkænskuleikur og 1. persónu skotleikur.

Leikurinn er spilaður á netinu en því miður er enginn íslenskur server (það var reyndar einu sinni en hann var lagður niður), en einng er hann mjög góður LAN leikur ef nógu margir eru að spila.

Í hverjum leik er skipt í tvö lið. Takmarkið er einfaldlega að eyðileggja “stronghold” (eða Lair) hins liðsins. En svo fælkist málið, hvort lið fyrir sig hefur einn “commander” (stjórnanda). Hann sér um að byggja byggingar og hefur til þess vinnumenn en venjulegir leikmenn geta einnig byggt með því að ráðast á húsið (best er að halda R á lyklaborðinu).
“Commander-inn” sér einnig um þróun vopna, hluta og karla (units). Til þess þarf hann að grafa eftir “redstone” í sérstökum námum og eru vinnumennirnir notaði til þess. “Commander-inn” getur skipað leikmönnunum í sínu liði fyrir en þeir ráða sjálfir hvort þeir fara eftir skipunum hans.
Mikilvægt er að hafa góðan “commander” og fer gengi liðsins mest eftir því hversu góðan “commander” það hefur.

Allir aðrir í liðinu eru hins vegar venjulegir leikmenn sem berjast við leikmenn hins liðsins. Leikurinn gerist bæði í 1. og 3. persónu. Leikmenn hafa alltaf eitt vopn til að nota í návígi (melee) t.d. exi eða sverð. Þegar barist er með því gerist leikurinn í 3. persónu. Svo er hægt að kaupa annað vopn, en “commander-inn” þróar smám saman fleiri vopn eftir því sem líður á leikinn.
Þegar einhver drepur einhvern úr hinu liðinu þá fær hann pening sem liggja á jörðinni í kring um þann sem var drepinn. Það er reyndar líka hægt að eignast pening með því að drepa svokallaða “NPCs” (None Player Character), en það eru einhver dýr sem eru á ákveðnum stöðum. Mest er hægt að safna 10.000.
Í hvert skipti sem leikmaður deyr þá tapar hann öllu því sem hann hafði áður keypt sér og verður að velja upp á nýtt hvaða vopn o.s.frv. hann ætlar að nota. Svo velur hann sér stað til að “spawn-a” á.
Einnig má nefna að leikmenn hækka sig um “level” smám saman í hverjum leik. Það er nú reyndar ekkert merkilegt en eftir nokkur “level” fást betri vopn (melee) og armour.

Hægt er að velja um tvö lið, annars vegar eru það “Legion of Men” en hins vegar “Beast Horde”. Liðin hafa hvort sína kosti og galla en eru að mestu leyti nokkuð lík. Sem dæmi má nefna að mennirnir hafa boga og byssur fyrir vopn en “beast” hafa galdra. Þeir sem eru menn geta líka notað hægri músartakkann til að “block-a” ,eða fara í vörn, en “beast” geta notað hann til að skjótast snöggt áfram.

—-
Ég ætla að tala aðeins helstu bygginar, karla, vopn og hluti “the Legion of Men”, því hægt er að finna eitthvað samsvarandi fyrir allt hjá “beast”.

Byggingar

Stronghold – Aðalbyggingin, takmarkið er að verja Stronghold þíns liðs, en eyðileggja hins liðsins. Eina byggingin sem liðið byrjar með. Hægt að uppfæra svo hægt sér að þróa fleiri vopn o.fl. Hægt er að “spawn-a” við Stronghold þíns liðs.

Garrison – Hægt að byggja hvar sem er og leikmenn geta spawn-að við Garrison þíns liðs. Gott að byggja nálægt námum, því vinnumennirnir skila “redstone” hingað. Allar aðrar byggingar verða að vera nálægt Garrison eða Stronghold til að hægt sé að byggja þær.

Arsenal – Þar eru vopn þróuð. Það þarf að eiga Arsenal til að hægt flestar aðrar byggingar.

Factories – Hvort lið hefur þrjár tegundir af factories. Mennirnir hafa Magnetic (segulmagn), Electrical (rafmagn) og Chemical (efna) factorium. Þessar factories gera “commander-num” kleyft að þróa þau vopn og þá hluti sem hver factory býður upp á.

Siege Workshop – Gerir “commandernum” kleyft að gera umsátursvopn sem leikmenn geta síðan keypt.

Research Center – Hér getur “commander-inn” þróað ýmsa hluti (items) sem verður lýst hér á eftir.

Guard tower – Fyrst er byggður Guard Tower sem skýtur örvum sem gera ekki svo mikinn skaða. Síðar er hægt að uppfæra þessar varnir í:

Shield Tower – Shield Tower dregur mjög úr skaða á byggingum umhverfis hann sem umsátursvopn valda. Það þarf að hafa Magnetic Factorium til byggja Shield Tower.

Shock Tower – Eyðileggur skot frá vopnum hins liðsins ef þau koma nógu nálægt. Það þarf að hafa Electrical Factorium til að byggja Shock Tower.

Mortar Tower – Kastar einhverjum efnum sem drepur þá sem fara nálægt mjög fljótt. Það þarf að hafa Chemical Factory til að byggja Mortar Tower.
—-
Karlar (units)

Nomad – Fyrsti karlinn, hann er frekar lítill og gerir árás hratt (sveiflar vopnunum hratt) en gerir lítinn skaða.

Savage – Stærri en Nomad og gerir meiri skaða en gerir ekki árás eins hratt. Hefur einnig meira líf.

Legionaire – Enn stærri en Savage og gerir mun meiri skaða en gerir árás mun hægar. Hann hefur enn meira líf.

Ballista – Umsátursvopn (siege), notað til að ráðast á byggingar.

Catapult – Umsátursvopn, hefur enn meira líf heldur en Ballista og gerir enn meiri skaða.

Chaplain – Læknar aðra leikmenn og getur einnig vakið þá upp til lífsins ef þeir hafa dáið.

—-
Vopn – Hægt er að gera tólf vopn, þrjú fyrir hverja factory og svo þrjú fyrir Arsenal-ið. Ég ætla samt aðeins að tala um þau fjögur sem fást síðast, og þykja best.

Marksman’s Bow – Mjög nákvæmt vopn, gerir mikinn skaða og gott að nota á löngu færi. Aftur á móti eru mjög fá skot og það þarf að bíða lengi eftir að boginn stilli nákvæmlega skotmarkið, það er því ekki hægt að skjóta hratt. Það þarf að hafa Arsenal til að gera Marksman’s Bow.

Coil Rifle – Öflugt vopn og nákvæmt og hægt er að skjóta nokkuð hratt. Gott á meðallöngu færi. Það þarf að hafa Magnetic Factorium til að gera Coil Rifle.

Pulse Cannon – Að mínu mati besta vopnið. Öflugt og gott í návígi. Það þarf að hafa Electrical Factorium til að gera Pulse Cannon.

Launcher – Frekar öflugt og gott á byggingar. Hins vegar er erfitt að hitta aðra af því að skotin fara svo hægt. Það þarf að hafa Chemical Factorium til að gera Launcher.

—-
Hlutir – Hægt er að gera 8 hluti (item) en ég ætla bara að nefna þrjá.

Sensor – Pinni sem settur er niður einhverstaðar og skynjar óvini í ákveðnum radíus í kringum. Best er að koma sensor einhverstaðar fyrir þar sem óvinir sjá hann ekki.

Demolition Charge – Sprengja sem virkar vel til að eyðileggja byggingar ef hún er sett niður nógu nálægt þeim.

Land Mines – Ég geri ráð fyrir að flestir viti hvað land mine er, en fyrir þá sem ekki vita þá er það sprengja sem sett er á (/ í) jörðina og þegar einhver labbar yfir springur hún.

—-
Saga liðanna!

The Legion of Men

Eftir að lifa af næstum útrýmingu frá “Heimsendinum” fyrir milljónum ára, eru menn að sameinast út af sameiginlegu takmarki. Undir stjórn Jaraziah Grimm, og merki the Legion of Men, eru mennskir hirðingjaþjóðflokkar að rannsaka gamla og gleymda tækni til að hjálpa efnahaginum og fólksfjölda að dafna. Rétt eins og er lýst er í sögubókunum, um leið og fólksfjöldi jókst í fortíðinni, þá jókst einnig sóun og mengun. Dýrategundirnar í heiminum (sem hafa þróast í að vera gáfaðri og hugsunarsamari verur), óttast komu heimsendis aftur og sameinast undir “the Beast Horde” til að vinna saman að því að fella rísandi “Legion of Men”. Það er í þessari baráttu sem menn hraða sér að endurframleiða slitna gamla tækni til að keyra aftur óvini þeirra og ríkja yfir plánetu þeirra; Newerth.

Mennirnir nota bæði návígis vopn (melee) og vopn til að nota úr fjarlægð (ranged), mennirnir nota “tæki” sem hafa verið búin til af þeirra eigin höndum til að berjast við óvini sína. Með vopn eins og sverð, axir, lásboga, leyniskyttuboga og jafnvel rannsakanleg tækni eins og frumstæðir handsprengju varpara (grenade launcher), hafa “the Legion of Men” afskaplegan vopnabúnað til að tortíma “the Beast Horde”.

The Beast Horde

Í þróunarsögunni, var þjóðfélag mannanna eingöngu depill. Miskunnarlaus útþensla og leitin að landi varð til þess að aðrar tegundir dóu næstum út. En eðlishvötin til að lifa af er sterk. Um leið og kynþáttur mannanna fór að veikjast, fastur í vonlausri leit að fágætum auðlindum, aðlagaðis kynþáttur dýranna (the beast race), lærði, og varð sterkari.

Það virtist sem mennirnir sjálfir myndu hverfa inn í söguna sem þeir höfðu einu sinni skrifað. En þá kom fram nýr bardagamannaflokkur. Þeir kölluðu sig “the Legion of Men”, og kölluðu sig meistara Newerth. Þeir lifðu fyrir blóðbað og blóðuga landvinninga. Gætu þessir fáu menn snúið þróun sögunnar og bjargað mennska kynþættinum frá útrýmingu?

Inn í þessa ringulreið fæddist ungt mennskt barn sem hét Ophelia. Hún áttaði sig fljótt á því að hún hafði galdramátt sem “the Legion” myndi óttast og misskilja. Hún gat talað við náttúruna og dýr; en aðrir menn óttuðust náttúruna og dýrin sem þar bjuggu. Hún skynjaði kvöl og þjáningu dýra kynþáttarins eftir þúsundir ára af yfirráðum manna.

Eftir að hafa orðið vitni að svakalegri grimmd mannanna, dráp á flokki af vitrum dýrum af “the Legion of Men”, Ophelia færði sig yfir á málstað dýranna og snéri þar með baki við bölvuðum mannarfleifð hennar. Hún kallaði sig drottningu yfir “the Beast Horde” og frelsara Newerth. Hún kenndi dýrunum að nota galdra og hjálpaði þeim að leysa úr læðingi áhrifamestu krafta náttúrunnar; óreiða (entropy), eldur (fire) og vindur (strata, er reyndar ekki alveg viss hvor það er vindur…), sem þau gætu beitt í stríði.

—-
Fyrir þá sem hafa áhuga má finna 2,00 demóið hér á huga á http://static.hugi.is/games/Savage/ . Í demóinu er hins vegar bara hægt að vera menn, þ.e. menn að berjast á móti mönnum, og einungis eru tvö kort (map). Samt sem áður er mjög skemmtilegt að prófa og athuga hvað ykkur finnst. En eins og ég sagði er enginn íslenskur server en hugsanlega væri hægt að gera eitthvað í því ef nógu margir vilja spila….

En þeir sem ætla að spila ættu ekki að prófa að vera “commander” strax. Best er að fylgjast með hvernig aðrir gera og læra þannig (það er hægt að reka “commander-inn” með því að kjósa).

Afsakið enskusletturnar, fannst erfitt að þýða sum orð og fannst bara þægilegra að hafa þetta eins og í leiknum.

Ég vona að einhver hafi nennt að lesa þetta

Kveðja,

Skúli

Heimildir:
Saga liðanna er tekið af heimasíðu leiksins http://www.s2games.com/ en þar er einnig að finna fleiri upplýsingar um hann. Annars er mest skifað af mér.
Don't argue with idiots. They drag you down to their level and beat you by experience.