San Andreas Ég verð að segja að ég varð ekker smá ánægður þegar ég loksins komst í San Andreas. Ég er búinn að bíða leiksins með mikilli eftirvæntingu.

Leikurinn er frábær að öllu leiti. Það eru endalausir möguleikir á því sem hægt er að gera í honum og það er erfitt að halda í sér freistinguna að fara gera eitthvað annað en fylgja söguþræðinum. Tek sem dæmi að ég var á einhverju missioni og þá sé ég allt í flugvöllinn og sá glitta í EINKAÞOTU. Þannig að ég segi hreinlega HALLÓ fuck the mission ég er farinn að fljúga einkaþotunni frekar.

Þetta gerir það að verkum að ég er miklu lengur að vinna leikinn af því að ég er svo mikið að skemmta mér hreinlega við að gera aðra hluti.

Missionin (söguþráðurinn) í leiknum er líka mjög innihaldsríkur og maður sekkur mjög djúpt í leikinn því persónurnar eru snilldarlega vel leiknar og unnar.

En það var eitt sem er búið að bögga mig GEÐVEIKT MIKIÐ. Ég var á rúntinum og næli mér í bobcat bíl (pickup). Ég fer að rúnta og tek eftir því að það eru bjórdósir á pallinum. Þannig að ég gef í og fer að leika mér að taka krappar beygjur.

EN BJÓRDÓSIRNAR HREIFÐUST EKKI NEITT !!!

Þetta fór svo innilega í taugarnar á mér að ég hætti að spila þennan leik, tók diskinn úr tölvunni og braut hann. Leikurinn fór síðan beinustu leið í ruslið. Hvernig dettur þeim í hug þarna hjá rockstar að bjórdósirnar geti bara staðið kjurrar og ekkert gerist fyrir þær þót ég aki á ofsahraða beint á vegg.

LEIKURINN ER LÉLEGUR !!! EKKI KAUPA HANN

Lesið og grátið… bjórdósirnar stóðu kjurrar

:'(