GTA: San Andreas Ok það er loksins hægt að skrifa gein um þennan leik. Ég er búinn að bíða spenntur eftir honum frá því ég lagði hönd á Vice city. Enda get ég ekki beðið eftir GTA:4 sem guð má vita hvort að kemur út. Hehe…

Ég er búinn að fylgjast með þessum leik frá því eitthvað fór að fréttast um hann. Þetta er næsti leikur á eftir Vice city í hinni frábæru seríu grand theft auto.

San andreas á að gerast rétt um 1980. Það er Carl Johnson sem er aðalhetjan í þessum leik. Hann er svertingi og er það í fyrsta skipti í leikjunum sem svertingi fer með aðalhlutverkið. Margir hafa verið bendlaðir við að leika rödd Carl's og þar á meðal 50 cent en það þykir samt ekki líklegt þar sem hann sjálfur hefur neitað því.
Leikurinn gerist í borginni San Andreas. San andreas sækir fyrirmynd sína í San Francisco, Los Angeles, Las Vegas. San andreas skiptist í þessar 3 borgir og er með stórt landsvæði á milli borganna , eins og t.d. eyðimörk,skóga,fjalllendi og fljót.

Þess má til gamans geta að hægt verður að sjá HOLLYWOOD skiltið en á því stendur Vinewood.

San andreas á að vera fimm til sex sinnum stærri en Vice city. Það er líka búið að bæta grafíkina svo um munar og allt á að renna betur í gegn miðað við síðustu leiki.Grafík vélin á að geta teiknað 6 sinnum !! lengri fjarlægðir en í vice city.
Þannig að það á eftir að vera gaman að fara upp á stærsta fjallið í leiknum sem á að vera hálf míla á hæð og það tekur eina mínútu að komast upp á topp með þyrlu. Fjallið heitir Mt Chiliad og verður fullt af göngum og vegum. Einnig má geta þess að þegar maður nálgast topinn fer maður að sjá ský.
Og öll módel hafa verið teiknuð oftar en einu sinni fyrir dag og nótt. Þannig að götur til dæmis glóa appelsínugular á daginn en bláar á nóttinni. Þeir halda leiknum ennþá á einum disk og það á aldrey að þurfa neinn hleðslu tíma (loading time).

Einu skiptin sem þarf eitthvað að hlaða af dikinum (loada) er þegar Carl fer inn í hús. Búið er að bæta við grafíkina svo um munar hvað varðar innviði húsa. Forritarar leiksins hafa sett sér það markmið að keyra leikinn á 30 ramma á sekúndu sem jafngildir því að horfa á sjónvarp!

Í Vice city var hægt að fara í ákveðin hús. En í San Andreas verður þeim húsum sem hægt verður að fara inn í fjölgað svo um munar. Hægt verður að stunda innbrot í hús, fara á veitingastaði og fá sér að borða og fara í ræktina.

Einnig er möguleiki á að byggja sér og eða kaupa hús. Og á þá að vera hægt til dæmis að eignast spilavíti. Ekki er búið að ákveða nákvæmlega hvernig kerfi verður á því hvernig á að reka spilavítin en það kemur allt í ljós seinna.

Annars er búið að staðfesta það að hægt verður að spila í spilavítunum fleiri fleiri smá leiki(mini leiki) sem eru jú bara viðbótar leikir við sjálfan GTA:San andreas.

12 littlir auka bæir verða á kortinu sem hægt verður að heimsækja. Tveir af þessum bæjum heita Dillamore og Angel Pine. Í Angel Pine verður hús-bíla og -vagna hverfi (trailer park) sem og áfengisverslun. En í Dillamore verður amk bensínstöð.

Leikurinn er að mótast meira út í hlutverkaleiki (role playing game,RPG). Hægt verður að bæta Carl í yfir 100 þáttum (skills). Og því meir sem maður klárar af leiknum bjóðast fleiri munaðir Carli. Það þarf að sjá Carl fyrir mat og senda hann í ræktina. Ef hann er píndur til að borða of mikið í einu þá gubbar hann. Og ef hann fær engann mat þá deyr hann. Þannig að það þarf að hugsa um mataræðið hjá honum og vera duglegur að senda hann í ræktina. Ef ekki er gætt að þessu getur hann orðið spikfeitur og kjögrað um með lítið þol, svo er líka hægt að gera hann að massatrölli sem er með svaðalegan kraft og einnig er inní myndinni að Carl sé bara grindhoraður. Þetta veltur allt á hvernig þú stjórnar honum. Þegar Carl þarf að borða mun birtast skilaboð á skjánum.

Þrír af veitingahúsunum sem búið er að staðfesta að séu í leiknum eru Cluckin' Bell, Well Stacked Pizza og Burger Shot. Á Cluckin' Bell verður hægt að panta sér : Cluckin' Big Filet Borgara, Cluckin' Huge Double Filet, vængi í fötu og Fowl Wrap Burrito. Á Well stacked pizza verður meðal annars hægt að panta: The buster,The D-luxe og The Double D-luxe. Og síðast en ekki síst verður hægt að panta á Burger Shot: The double barreled borgara.

Því meira sem hann eyðir tíma sínu í ræktinni því betri verður hann í að slást. Nýtt slagsmálakerfi er komið í leikinn og hægt verður að bæta sig með tímanum í að slást með því að gera hina og þessa hluti eins og til dæmis að fara í ræktina.

Ein frábær viðbót sem allir eru búnir að bíða eftir er sú að aðalpersónan á eftir að kunna að synda. En ekki vera samt allt of áköf að hoppa í sjóinn , hann er samt ekki superman. Hversu góður hann er í að synda og hversu lengi hann getur verið í sjónum markast af úthaldi og styrk. Það gefur auga leið að maður sem er kannski 150 kíló syndir ekki lengi í sjónum. Carl mun geta kafað.

Á þessum tíma í Ameríku voru gegi ráðandi. Það voru yfir 15.000 manns á skrá hjá lögreglunni sem klíkumeðlimir. Þannig að það verður boðið uppá að forma sína eigin klíku. Er þá hægt að fá þá með sér í lið við að leysa verkefni (mission). Og til gamans má geta að það er hægt að fá þá með sér í “drive by” þar sem þeir skella sér allir út um gluggan og skjóta á fórnarlambið. Einnig verður samt hægt að fela sig í skuggum og hylja sig óvininum. Búið er að staðfesta að þessar þrjár klíkur verði í leiknum: The flats, Orange grove families og The ballas.

Hægt verður að taka yfir hverfi með genginu þínu en þú verður líka að hafa fyrir því að halda þeim.

Hægt verður að skipta um föt og hárgreiðslur. Útlit ; það er að segja hár,föt og líkami, skipta máli í því hvernig fólk kemur fram við þig. Þetta auðvita gerir það að verkum að það er miklu skemmtilegra að spila leikinn aftur og aftur.

Bílar of farartæki sem búið er að staðfesta að séu í leiknum eru:

Hjól, Cadillac, Rod racer, Sierra, Sedan, Gremlin, Þyrla, Impala með blægju, old school pick up og muscle bílar, Lögreglumótorhjól, Truckar (þessir stóru feitu, og einnig með tengivagni eins og stóran feitan bensíntank á 10 hjólum), fjórhjól, húsvagn, flugvél (með vængjum ekki eins og sú í gta 3 sem vantaði vængina á), feitur amerískur crop harvester, dráttarvél, linerunner, lowrider, feit lögguþyrla, MONSTER truck, Hummer og dirt bike.
Meir veit ég ekki um farartæki sem sé búið að staðfesta.

Farartæki verða skítug ef þú keyrir í drullu utan bæjar. Þegar maður hjólar verður maður að drita (tap) á “x” takkan til þess að láta hjólið fara hraðar en hjólið hreyfist samt þótt maður haldi inni takkanum. Einnig verður hægt að gera alls konar “trick” á hjólunim. Hægt verður að festa tengivagna aftan á stóra trukka. Monste trukkar (big foot) geta keyrt yfir grunnt vatn vegna þess hve upphækkaðir þeir eru. En Lögreglu þyrlan verður með spotlight , sem hægt verður að nota til að miða og Lögreglumenn eiga eftir að geta hangið aftan í bílnum þínum hehe !

Persónur í leiknum eru margar og hefur Rockstar ekki gefið út hverjir leikararnir verða sem leika raddirnar sjálfar. Þeir vilja ekki endilega fá einhvern frægan til þess að auka sölu á leiknum heldur bara þeim sem þeim finnst passa í hlutverkið. Carl á eftir að geta stofnað til ástarsambanda. Aðalpersónur í leiknum eru:

Carl Johnson: Aðalhetjan, eftir að móðir hans er myrt ákveður hann að snúa aftur til San andreas og bjarga því sem eftir er af fjölskyldunni. En þegar hann kemur til San Andreas eru tvær spilltar löggur sem klína morði á hann. Þannig að hann þarf að hverfa aftur til glæpa og taka völdin á eina háttinn sem hann kann.

Sweet Johnson: Eldri bróðir Carl. Hann hjálpar Carl að koma saman klíku. Carl kenndi Sweet um dauða yngri bróður þeirra fyrir fimm árum. Þeir eru rétt að ná sáttum núna.

Vopn , og þessháttar hafa verið betrumbætt og allt kerfið í kring um það. Carl á eftir að geta haldið á tveim vopnum í einu. Hann á eftir að eiga aukna valmöguleika á að hreyfa sig og forða sér undan byssukúlum. Hann á til dæmis efir að geta tekið hliðarspor(step sideway's) og hent sér og rúllað. Hægt verður að miða á andtæðing eða fórnarlamb þegar er slegist og verður bætt inn hinum ýmsu brögðum. Hægt verður að ná headshot (höfuðskoti) með venjulegum vopnum, í stað einungis með sniper Því lengur sem þú heldur inni R1 því meiri líkur á head shot.. Hægt verður að sjá orku (líf) þess sem miðað er á.Þau vopn sem búið er að staðfesta að séu í leiknum eru: Uzi 9mm, Ingram Mac-10, Colt .45 handbyssa, Chrome Haglabyssa, Önnur tegund af haglabyssu, AK-47 og M16

Af tónlistinni í leiknum verður mun meira notað af frægum lögum. Lög sem er búið að staðfesta að séu í leiknum eru t.d.

Snoop Dogg - Gin & Juice
Dr Dre & Snoop Dogg - Nuthin' But A G Thang
Dr Dre - Let Me Ride

En annars hefur Rockstar ekki enn ákveðið hvort hægt verði að spila mp3 lög af harða diski tölvunnar (sem hægt er að kaupa sér) í leiknum.

Ekki verður möguleiki á því að spila leikinn on-line. Þeir hjá rockstar telja að aðdáendum leiksins sé alveg sama um það og það sé ekki það sem markhópurinn þeirra sé að leita að. (ég segi fyrir mig að mér er fokkin sama).

Leikurinn á eftir að finna út hversu góður spilari þú ert og stilla erfiðleika eftir því !

Heimildir:
Ég safnaði upplýsingum héðan og þaðan, bæði af internetinu og úr tölvublöðum.

www.ign.com
http://gtadomain.gtagaming.com
PSM - magazine
UK PlayStation magazine (official)
Game Informer Magazine
GTA Gaming
www.gamespot.com

Hægt er að finna myndir úr leiknum hér :
http://gtadomain.gtagaming.com/screens.html

og hér

http://media.ps2.ign.com/media/611/611957/imgs_1.ht ml

Official síða Rock star:
http://www.rockstargames.com/

Official síða GTA: San Andreas :
http://www.rockstargames.com/sanandreas/

Takk fyri mig !

Leikurinn á að koma út 19.Október 2004 í evrópu þannig að við verðum ÖLL að bíða spennt þangað til !