Swat frá Sierra Ég hef verið mikill áhugamaður seríunnar frá því ég spilaði swat 2 fyrst til að byrja með. Það var þó ekki fyrsti leikurinn eins og gefur til kynna. Heldur var hann jú framhald af police quest leikjunum. Síðasti leikurinn í þeirri seríu og upphafið að swat hét einmitt Police quest V: SWAT. Meira að segja hét swat 2 Policequest:swat 2

Swat 2 var spilaður svipað og commandos. Þú sást kort af svæðinu og gast leiðbeint swat sérsveitinni þinni um með músinni. Leikurinn bauð þó uppá dálítið óhefbundna spilamennsku þar sem þú fékkst fleiri stig og viðurkenningar eftir því sem færri slösuðust eða létust. Að handtaka afbrotamennina hafði mun meira vægi í leiknum heldur en að skjóta þá. Þú gast valið úr þó nokkrum lögreglumönnum og konum til þess að aðstoða þig í baráttunni við glæpi. Þú gast einnig þjálfað liðið í ákveðnum sérsviðum og valið útbúnað. Það sem var einnig svolítið sérstakt var að það var einnig hægt að leika hryðjuverkamenn og spila leikinn frá öðru sjónarhorni. Það var þeim einnig í hag að drepa ekki neinn og koma þannig skilaboðum sínum á framfæri á friðsamlegan hátt. Þannig var líka hægt að fá gísla með sér í lið.
Snilldar leikur og klassík.

En þá er komið að swat 3. Gersamleg bylting frá fyrri leikjum og einnig á leikjamarkaðnum almennt. Á þeim tíma sem hann kom út var hann í samkeppni við fullt af nýjum byssuleikjum eins og blood 2 og kingpin. Það var þó eitthvað sérstakt við þennan leik. Það var það að tilgangur leiksins var að reyna bjarga mannslífum og þar skipti engu máli hvort um var að ræða glæpamenn eða saklaus fórnarlömb. Með mikilli tækni og liðsheild var hægt að tækla heilu borðin af glæpamönnum og hryðjuverkamenn með gísla án þess að þurfa einu sinni að skjóta úr byssu. Fær maður þá alls kyns tæki eins og tára gas , flash bang , stafræna myndavél til að sjá fyrir horn og gegn um skráargöt og fleira. Fyrst þegar leikurinn kom út var einungis hægt að spila hann heima hjá sér og bauð ekki uppá að fleiri en einn gætu spilað saman. En seinna meir föttuðu Sierra menn hvað þeir voru með í höndunum og gáfu út , að mínu mati , einn besta multiplayer skot leik sem komið hefur út. Nú var hægt að takast á við glæpi með félögunum og skipti miklu máli að vera vel skipulagðir ef allt átti að ganga vel upp. Samskipti spila líka stóran þátt í að allt fari vel.

Tökum hér smá dæmi : Sveitinni er deilt upp í stjórnanda eða EL (element leader), rautt lið og blátt lið sem eru bæði skipuð tveim mönnum , eða konum. Með hópnum sem ég spilaði höfðu allir sitt hlutverk. rauða liðið sá um könnun á nýjum svæðum. Segjum t.d. sem svo að sveitin komi að hurð að herbergi eða sal þar sem gætu verið byssumenn. Rauða liðið sér þá um að stilla sér upp þannig að vera í sem minnstri hættu á að verða í skotlínu glæpamannanna þegar þeir opna dyrnar. Það eru tveir menn í rauða liðinu og sá fremri tekur upp spegil til þess að sjá inn í óþekkta svæðið. Á meðan verður hinn liðsmaður rauða liðsins að vera vakandi fyrir hættu og vera með byssu á lofti. Hann þarf að verja þann sem er að spegla á meðan hann er vopnalaus. Eftir að því er lokið ber þeim sem speglaði herbergið að tilkynna liðinu hvað hann sá í herberginu svo að stjórnandinn geti tekið ákvörðun um hvað skuli gera næst. Þá þarf stjórnandinn að vega og meta hvort hætta steðji að saklausum borgurum og hvaða aðferð sé best til þess að tryggja að enginn slasist og allt fari vel. Öryggi liðsmanna verður að vera vel gætt. Vinsælast er þá að bláa liðið hendi inn táragasi og rauða og bláa liðið fari því næst inn, handtaki glæpamennina og bjarga gíslunum. Allt er þetta byggt á alvöru tækni sem SWAT sérsveitin beitir úti í Ameríku.

Þó var líka með í leiknum, fyrir þá sem vildu losa spennu, það sem kallast deathmatch. Þar var hægt að fá útrás fyrir byssugikkinn á vinum og glæpamönnum.

Mæli eindregið með leiknum. Einn af mínum uppáhaldsleikjum.

En Swat 3 er búinn að vera lengi í umferð frá því 11/16/1999 (swat 3:close quarters) en fór online og multiplayer 10/13/2000 (swat 3:elite edition), og spilarar voru farnir að krefja Sierra um nýja viðbót og nýjan leik. Sierra hóf framleiðslu á Swat: Urban Justice sem átti að vera gersamlega ný tegund af leik. Á meðan spenntir spilarar biðu eftir leiknum sendu sierra menn frá sér fría uppfærslu á swat 3 sem bauð uppá að tvö fimm manna lið gátu verið saman í einu. Þetta opnaði aftur áhuga á leiknum og hélt swat samfélaginu gangandi. Sierra setti upp heimasíðu fyrir urban justice og hægt var að sjá myndir úr leiknum. En aldrey kom leikurinn.

Tveim árum eftir að fyrst hafði verið tilkynnt um leikinn var síðan hætt við hann (wha ?). Málið var víst að einhver séní fattaði að Urban justice væri ekki það sem markaðurinn var að GRÁT biðja um. Þeir gáfu út fréttatilkynningu. Þeir segja þar frá því að Urban justice hefði átt að vera hraður lögguleikur , svipaður og rainbow 6. Þar sem swat átti að vera tækla “hard core” svertingja klíkur. Það átti að fá fullt af tónlistarmönnum og röppurum til að taka þátt í verkefninu. Leikurinn átti að vera hraður og snerist ekki um að handtaka neinn heldur bara skjóta þá niður. Þetta er bara ekki það sem sannir SWAT aðdáendur vilja. Það var líka kominn út svona leikur sem fólk gat alveg leitað í , bæði kingpin og rainbow six serían. Þeir hjá Sierra föttuðu þetta áður en þeir gerðu stór mistök og dræpu niður dyggann aðdáendahópinn. En því miður eru þeir búnir að missa þúsundir spilara sem hættu að nenna bíða efitir Urban justice og eða bara einhverju framhaldi á þessum frábæra leik.

En einmitt í þessari fréttatilkinningu var sagt frá því að hætt hafi verið við þennan leik og að nú sé öll einbeiting lögð í að búa til framhald að swat 3. Urban justice titlinum hent í ruslið og nýji leikurinn á að heita swat 4. Þeir lofa aðdáendum leiksins að hann haldi sömu gildum og swat 3. Hann eigi að vera raunverulegur og snúast um að bjarga mannslífum enn á ný.

Þeir segja að nýji leikurinn eigi að koma út í byrjun 2005 (SWAT 4)

Þangað til þá verð ég bara að sætta mig við swat 3 og bíða spenntur og vongóður um að þetta standist sem Sierra menn segja.

P.S ég fann fullt af myndum úr leikjunum en gat ekki sett eina einustu meðfylgjandi greininni. Bara kann það ekki svo hér eru linkar:

Official heimasíða swat 3 :http://www.sierra.com/product.do?gamePlatformId=356

Official heimasíða swat 4 : http://www.sierra.com/product.do?gamePlatformId=1735