SWAT 3 SWAT3 TACTICAL GAME OF THE YEAR

Ég ætla hér að kynna leik sem heitir SWAT 3 og er fyrstu persónu skotleikur eða hermir
eins og ég kýs frekar að kalla hann vegna nákvæmninar og allar leikaðferðinar sem maður
þarf að nota til að geta klárað hvert verkefni.

Við íslendingar gætum kannski líkt SWAT við víkingasveitina okkar sem er sérþjálfuð fyrir
erfiðar aðstæður sem venjulegar lögreglur ráða ekki við en SWAT stendur fyrir “Special Weapons and Tactics”
og var swat stofnað í kringum 1960 eftir miklar óeirðir þá sá fólk að það þurftu að vera
einhverjir sem gætu höndlað svona og þá var byrjað að byggja upp SWAT.

En aftur í leikinn sjálfan SWAT 3 er raunverulegur leikur sem sumir að halda að sé bara Rainbow Six
með lögreglumerki. En þú þarft ekki bara að hlaupa um skjóta allt sem hreyfist því að
það eru líka saklaust fólk eða gíslar sem þú átt ekki að skjóta heldur bjarga þeim frá
brjálæðingunum sem hóta að drepa þá og þeir munu drepa þá ef þú handtekur þá ekki eða
drepur ef nauðsyn er.
En svo geturðu líka kastað tárgasi inn og öskrað á hann að gefast upp og hann gerir það
oftast ef fjórir menn miða á hann með M4 og að kafna í tárgasi.
Hei já gleymdi að minnast á það þú ert ekki einn heldur geta þetta verið 5-10 manna lið.




Ég mæli sterklega með þessum leik sem hægt er að kaupa hér innanlands á BT.is:
http://www.bt.is/BT/Leikir/PC/Skoda/Sold_Out_Po lice_Quest_SWAT_3.htm

Hérna er gott uppdate fyrir hann:
http://games.sierra.com/games/swat3/support/main .html

Hérna eru nokkur ný möpp:
http://games.sierra.com/games/swat3/missions/mai n.html

Hérna er DEMO af SWAT3:
http://web-g.kontiki.com/zodiac/servlet/zodiac/ template/pub,install,GetIt.vm/moid/60b68200-e7e6-27d8-8 801-c80692f899ee/s/kdx/fallback/kdx

Hérna eru Skjáskot:
http://www.gamershell.com/hellzone_Tactical_ SWAT_3.shtml





Hluti upplýsinga voru fengnar af:
http://swat3.com/
Kv. Pottlok