Jæja fyrir stuttu þá hafði ég engan leik til að dunda mér í svo mér datt í hug að athuga með einn góðan og gamlan. Ég mundi eftir þá leik sem heitir Freedom Fighters. Þegar að hann kom út um sumarið 2003 missti ég einhvern veginn af honum í öllu leikjaflóðinu það árið.
Þannig að ég fór og reddaði mér leiknum. Eftir nokkra daga hafði ég klárað hann enda hafði hann í normal erfiðastigi. Hér á eftir kemur svo mín umsögn á honum.

——————————————— ———————

Freedom Fighters er frá Io-interactive leikjafyrirtækinu og framleiddur af EA-games. Því miður hafa EA-games fengið á sig orð fyrir að framleiða illa gerða leiki, en Io-interactive eru einir bestu á markaðnum. Synd og skömm að þeir geri ekki fleiri leiki. Ef einhver veit ekki hvaða fyrirtæki þetta er þá er best að segja að þeir eru mennirnir á bakvið Hitman-leikina sem enginn getur sagt að séu lélegir.

Eins og Io-interactive hafa sýnt er þeir með ímyndunaraflið í lagi. Í Freedom Fighters er sögusviði New York í nútímanum. Eina sem hefur breyst er það að Sóvétríkin hafa aldrei fallið. Í staðinn hafa þeir breiðst um heiminn og í byrjun leiksins ráðast þeir svo á New York.

Spilarinn tekur stjórn á píparanum Chris. Chris og bróðir hans hafa verið kallaðir til vinnu og eru í íbúð konu sem heitir Isabella, leiðtogi andspyrnuhreyfingar á móti Sóvétríkjunum, en þar er enginn. Á þeirri stundu ráðast Sóvétmenn inn í New York og inn í íbúðina og taka bróðir Chris en finna ekki Chris sjálfan.
Þetta er aðeins byrjunin á raunum þeirra bræðra og þarf maður að berjast í gegnum mörg borð til að losna við Sovétmenn úr New York.

Grafíkin í leiknum er fín miðað aldur leiksins. Sérstaklega sést það á líkömum óvinana, hægt er að sprengja þá alveg í háaloft og hendur og fætur hreyfast mjög eðlilega. Sprengingar og skothvellir eru með afbrigðum vel gerðir. Ekkert annað er svo sem þess virði að nefna.

Tónlistin og hljóð virka alltaf með umhverfinu og spila mikið inn í leikinn. Þar sem þetta er hernaðarleikur er einmitt ótrúlega mikilvægt að það virki svo að andrúmsloftið í leiknum virki.

Spilunin er frábær að mínu mati. Hægt er að leika sér endalaust í borðunum, frelsa fanga, sprengja upp merkilega staði fyrir óvininum og drepa fullt af óvinum auðvitað. Fyrir hvert aukaverkefni sem maður gerir fær maður stig, svokallað “charisma”. Þegar að maður fær svo nóg af stigum þá bætist við pláss í sveitina þína. Það er eitt af því sem er snilld í leiknum. Þegar að borðin verða erfiðari þarf maður smá aukahjálp. Í öllum borðum er staður þar sem freedom fighters safnast saman. Úr þeim hópi getur maður svo ráðið sér hjálparmenn. Þegar leikurinn er svo kominn lengra ertu kominn með heila hersveit sem þú getur svo skipað fyrir. Þetta er eitt sem einkennir leikinn og er mjög vel gert og frábær leið til að búa til raunverulegan herleik.

Allt í allt lítur leikurinn vel út og spiluninn með afbrigðum vel gerð.

Einkunn
Grafík 8/10
Tónlist/Hljóð 7/10
Spilun 9,5/10
Ending 8/10

Heildareinkunn upp á 8/10
Hope u like this :)