Sælir bræður mínir af bardagavellinum!

Hér er ég kominn til að halda örstuttan fyrirlestur til að vekja umhugsun hjá þeim fáfróðu (ekkert ílla meint)

Málið er að flestir sem hafa prufað Massive-Multiplayer leiki vita að þetta er þvílík skemmtun og fátt getur veitt manni meiri unað í tölvuheiminum en að berjast hlið við hlið með 1000 öðrum leikmönnum og njóta þess að taka sigurinn af bardagavellinum ellegar falla með sæmd!

Því skil ég ekki afhverju leikurinn World War II Online virðist hafa farið framhjá öllum og ekki vakið neina umfjöllun.
Veit ég fyrir víst að þessi leikur er ekkert nema gaman.
Líkt og með flesta MM leiki þá er augljóslega mánaðarlegur kostanður og allt sem því fylgir því, en það sem slær mann einna helst er að ef maður færi í það að spila hann á annað borð þá er maður tilneiddur til að eyða sínu dýrmæta niðurhlaðs magni.

Ekki er ég að búast við því að allir hlaupi út í búð og reyni að redda sér þessum ágætis leik eða allir fari að berjast fyrir mirror fyrri Íslendinga en þykir mér þessi leikur eyga í það minnsta skilið góða umfjöllun.
Eins og ég segi þá ætla ég að hafa þetta stutt og laggott og því ekki að fara neitt dýpra í leikinn en segir það ekki allt að þessi leikur er Evrópa endurgerð í tölvuni þinni og þú ert í röðum Nasista eða Bandamanna og þitt markmið er að hjálpa liðsheildini til að ná hinu endalega takmarki

Þið hinir áhugasömu og líflegu leikmenn sem eruð alltaf til í að gefa nýjum leikjum glöggt auga lítið á þetta og ég get næstum lofað ykkur að ef þið líkist mér og mínum vinum á einhvern hátt þá getiði ekki orðið fyrir vonbrigði!!!

www.wwiionline. com