Það þekkja margir þennan geysiskemmtilega og ofbeldisfulla leik, þið sem þekkjið ekki þennan leik eða viljið fræðast eitthvað um hann getið farið á www.postal2.com
Nú er á döfinni að koma Multiplayer fyrir postal 2, mun koma fyrir jól. Þá verður hægt að downloada patchinum fyrir multiplayer á síðunni þeirra.
En það verður ekki hægt að gera nákvæmlega allt í multiplayer og er boðið uppá í leiknum sjálfum. Það verður hægt að velja um ,,Basic Deathmatch“, ,,Team Deathmatch” og þeirra útgáfu á Capture the flag eða ,,SNATCH“ og það verða fullt af borðum til að spila þau í.
Persónurnar sem verður hægt að leika er á borð við ,,Gary Coleman” og ,,the gimb". Og svo verður hægt að velja milli flestra vopnanna sem voru í leiknum, það verður einnig mögulegt að míga framan í andlit félaga sinna ef maður vill.

þetta verður ansi spennandi, ég vona að það komi íslenskur server þótt það sé ólílegt t.d útaf því að það eru kannski ekkert voða margir sem eiga þennan leik, eða vita af tilvist hans og útaf því einnig að það er ekki hægt að kaupa þennan leik hérlendis.
Þið finnið fleiri upplýsingar um þetta á www.postal2.com
Og þeir sem hafa áhuga á að kaupa þennan leik þá er hægt að panta hann af www.amazon.com,www.ebgames.com,www.gamestop.com,www.gog amer.com,www.jandr.com og www.softhut.com

Upplýsingar fékk ég af www.postal2.com
————–