Vanmetinn leikur

Til er leikur sem að mínu mati er gífulega vanmetinn og heitir sá leikur Nox og er hann í anda Diablo leikjanna. Leikurinn var gefinn út af Westwood fyrir nokkrum árum (ca. 1998)

Maður spilar karakter sem heitir Jack. Jack þessi ferðast víst aftur í tíman til miðalda til lands sem heitir Nox þar sem töfrar eru allsráðandi. Kemst maður þá að því að hin illa Heckuba
er að reyna að ná yfirráðum og maður er sá eini sem getur stöðvað hana. Þó er það ekki nóg því maður verður að finna parta í öflugann galdragrip sem tekinn hafði verið í sundur. Svokallaðan Staf Gleymsku eða Staff of Oblivion til að eiga eitthvað í Heckubu. Þarf maður svo að velja hvernig týpa maður vill vera, (Warrior, Wisard eða Conjurer) Hver hefur auðvitað sína kosti og
galla. Þá er líka svo skemmtilegt að hver týpa spilar leikinn á mismundandi vegu. Þannig að maður fær mikla dýpt í heim Nox.

Málið er samt það að þekki ég engann fyrir utan mig og nokkra viní mína hér á klakanum sem spila þennan leik. Sem mér þykir alveg furðulegt miðan við gæði hans. Líka er netspilunin alveg frábær og getur maður alveg gleymt sér tímunum saman. (Að mínu mati er hún mun betri en í t.d. Diablo II) Virðist þó svo vera að fólk úti í heimi sé líka eitthvað farið að draga úr spilun hans því minna er um fólk á leikja serverum.

Hann er þó ekki alveg dauður úr öllum æðum því ekki fyrir svo löngu kom update á hann (v 1.2) þar sem hægt er að spila Solo Quest. Velur maður þá karakter og spilar stutt borð og safnar allskona hlutum og þar eftir götunum. Þá er hægt að spila með sama karakter á netinu og skiptast á hlutum við vini sína og/eða ókunnuga. Þetta er alveg stórsniðugt fyrir þá sem eru búinir að spila leikinn í tætlur. ( Þetta kom sér þó einkar vel þar sem leikurinn sjálfur er ekkert allt of langur, þó maður spili hann með öllum þremur köllunum).

Ég kvet alla til að koma höndum yfir þennan leik (með öllum tiltækum ráðum) Því hér er um
snilldar leik að ræða þó hann sé nú kominn til ára sinna.


P.S. Ef eitthverjir hérna spila nox reglulega á netinu, þá endilega hafið samband við mig.