Nú er ég ekki mikill tölvuleikjaspilari en ég hef spilað minn hlut af leikjum um ævina og get öðru hverju rýnt í þá ef lítið er um að vera. Einnig umgengst ég nokkuð mikið af svokölluðum “Strikerum” sem á við fólk sem spilar hinn sívinsæla fjölspilunar tölvuleik “Counter Strike”.

Nú eru langflestir, og nánast allir tölvuleikir á ensku, endaer enska útbreiddasta tungumál veraldar. Og þar sem að leikirnir eru á ensku eru lýsingar, hlutir, skipanir, persónur og margt fleira allt komið úr enskum orðaforða. Þetta hefur haft nokkuð slæm og óafturkallanleg áhrif á hið stórkostlega íslenska tungumál.

Nú sem dæmi þá snýst tölvuleikurinn “Counter Strike” um annars vegar hóp hriðjuverkamanna sem hafa það verkefni að koma fyrir sprengjum, halda fólki í gíslingu, eða taka af lífi einhverja ákveðna manneskju, og hins vegar gagnhryðjuverkahóp sem á að sjá um að eyða ógninni.

Margir spilarar eru venjulega saman og skiptast yfir í þessa tvo hópa. Þá þurfa þeir oft að koma sér upp með einhverja áætlun til að yfir buga hitt liðið. Til þess eru margar skipanir sem láta persónuna kalla eitthvað yfir til liðsmanna sinna og segja þeim frá þessu og hinu, og síðan er hægt að skrifa skilaboð á milli.

Vegna enskunnar sem er í leiknum er nú notað slangur og rógburð í óhófi og er lítið af samskiptum íslenskra spilara sem fara fram á íslensku, frekar en þá einhverskonar ensk-íslens-csenska.
Spurning hvort það þurfi ekki að koma upp einhverskonar orðabók svo hægt sé að laga þetta ástand og hindra bjögun og eiðileggingu íslenskrar tungu.

Nokkur dæmi sem gæti verið í bókinni:

“Hann þróaði grensu, en ég heddaði hann með deagle”
= “Hann henti handsprengju en ég náði höfuðskoti á hann með ”Desert Eagle“ (Eiðimerkur-Erni)”

“Farðu á long, ég kampa hér og garda”
=“Farðu löngu leiðina, ég kem mér fyrir hér og ver svæðið”

“Ég veggjaði hann og hann droppaði bombunni í lobbíinu.”
=“Ég skaut hann í gegnum vegginn og hann missti sprengjuna inni í andyrrinu.”

“Ég spreyaði svo mikið að einhver wappaði mig”
=“Ég skaut svo skakkt af sökum titringu í byssunni að einhver náði að skjóta mig með AWP leyniskytturiffli”

“Fucking noobar (nobbar) að halda að þeir geti haxað á þessum sörver.”
=“Fjárans (andskotans,helvítis, osfv.) nýgræðingar (byrjendur) að halda að þeir geti svindlað á þessum netþjóni.”

“Ég var að spekka þetta clan og þeir reipa alveg flössum og smókum.”
=“Ég var að fylgjast með þessu liði og þeir nauðga alveg leiftursprengjunum og reyksprengjunum.”

“Lásí skrimm, terrarnir smökkuðu kánterunum.”
=“Léleg keppni; hryðjuverkamennirnir unnu gagnhryðjuverkamönnunum með yfirburðum.”



Þetta er aðeins lítið dæmi um slangur og vitleysu sem er komin í íslenska tungu vegna tölvuleikja.

Herferð gegn “Counter Strike”
Fólk er fífl…allt saman. Ekki taka mark á því.