Ég má til um að skrifa um leikinn Bloodrayne sem gefinn var út af Majesco þann 10 júní seinastliðinn.

Ætli það sé ekki réttast að byrja á aðalpersónunni henni Rayne. Það vill svo til að hún er hálf vampíra og hálf mennsk(án efa hafa margir heyrt þetta áður) , hefur hún flesta kosti þess að vera vampíra og fáa galla en að sjálfsögðu er hún með blóðþorstann frá vampíruhlið sinni. Og fyrir okkur strákana voru þeir nógu góðir að láta hana ganga um í latex búning , hún er með rautt hár og þegar hún talar skoppar brjóstin fyrir þá sem eru ekki að fylgjast með söguþræðinum.

Hún er fengin inní félag sem heitir Brimstone Society, sem að mínum besta skilning sér bara um að drepa flest önnur skrímsli sem búa í heiminum. Þar fyrir er önnur vampíra að nafni Mynce sem kennir manni nýja hluti við og við.

Jæja þá er best að líta á skemmtilega dótið.
Mér fannst spilunin svipa mjög mikið til RTCW vegna þess að það er mjög lítið um að leysa gátur og mestmegnis er maður aðeins að slátra þjóðverjum í stórum stíl.
Myndavélin fylgjir manni mjög vel og þrívíddarvélin virðist vera rosalega stöðug og öflug , jafnvel í hæstu gæðum í 1024x768 með allt í botni á xp2200 + radeon 9700 hikstaði leikurinn ekki einusinni.

Fyrir þá sem vilja af og til spila bara leik til að skemmta sér og vilja ekki leysa gátur þá er þessi tilvalinn. Það er alveg yndislegt hvað það er mikið um blóð í þessum leik. Ég veit ekki hversu oft ég labbaði inní herbergi aðeins til þess að mála alla veggi og gólf rautt með blóði og að sjálfsögðu fór ekki einn dropi á mig.

Maður hefur 5 mismunandi sjónir til að velja um í leiknum. Ein þeirra hægir leikinn niður í matrix style .. svipar til max payne bara enginn tímaþröng á því. Þá byrjar maður fyrst að miða á ýmsa líkamshluta á fórnalömbunum manns, ég veit ekki hversu oft ég hló mjög andstyggislega við að skera lappirnar , hendurnar , handleggi , haus eða bútaði andstæðinginn í tvennt með meðfylgjandi blóðslettum og öskrum.

Bloodrage er önnur sjón sem maður hefur og er það öflugasta tól sem maður hefur yfir að ráða. Enda er það líka alveg ótrúlega öflugt. Þegar Bloodrage er í gangi þá hægjist heimurinn í kringum mann en maður sjálfur hraðast upp, auk þess fær maður sérstakar árásir þá í staðinn fyrir þessar venjulegu. Þessa sjón notar maður þegar maður ætlar að fella fleiri andstæðinga á litlum tíma. Samt skal vara við því að eftir notkun á þessari sjón á móti einhverjum þá fer hann oftar en ekki í svo marga líkamsbúta að maður gæti ekki talið þá.

Leikurinn á það líka til að svipa smá til Equalibrium ef einhverjir hafa séð hana. Oft í stærri bardögum þarf maður að lemja í fleiri manns í einu til að koma í veg fyrir að maður drepist. Sem betur fer er það nú þannig að maður miðar alltaf sjálfkrafa með byssunum á sinhvorn óvininn séu fleiri en 1 til staðar og getur maður þar af leiðandi hleypt hnífunum sínum á þriðja aðilann og skipt á milli eftir sem því þarf. Auk þess er það bara bölvuð snilli að maður getur stokkið á óvininn , verið að sjúga blóð úr honum og notað hann sem skjöld á meðan maður skýtur á vini hans, meirasegja stundum lendir maður í því að maður þarf að hoppa frá manni til manns sjúgandi úr þeim blóð aðeins til þess að maður deyji ekki. Það svipar soldið til klámmyndar samt sem áður vegna þess að hljóðin sem Rayne lætur uppúr sér við að sjúga blóð úr öðrum eiga líka við annan hlut sem við strákarnir svo gjarnan stundum líka, við og við segjir hún líka hin og þessi blótsorð en finnst þau ekki alveg nógu góð vegna þess að klámmyndaröddin hennar virkar ekkert rosalega vel til þess.

Einn af sniðugri hlutum sem maður hefur til að ráða er harpoon(skutull á íslensku víst) munið eftir Mortal Combat og scorpion ? Jamm þú færð svoleiðis í þessum leik. Og ánægjulegur er þessi skutull. Maður getur ýmist notað hann til að ná sér í drykkjufélaga eða jafnvel notað hann til að lemja niður fólk sem skýtur á mann á meðan maður er í loftinu. Nú eða bara ef maður er latur og nennir ekki að hlaupa á eftir aumingjunum.

Það tók að vísu aðeins 2 daga að klára leikinn og hefði ég viljað að hann væri lengri og erfiðari þegar upp er staðið. En víst er að það kemur framhald af honum svo um að gera vera bara sallarólegur.

Að mínu mati er þessi leikur besta skemmtun fyrir þá sem geta lifað af magnið af blóði , æðislegum öskrum , unaðshljóðum og flottum konum með hnífa og byssur.

Mig langar líka minnast á eitt skondið. Bloodrayne kom út 2 vikum of snemma sem er held ég algjört einsdæmi hjá tölvuleikjaframleiðanda.

http://www.bloodrayne.co.uk /
http://www.bloodrayne.com/