Ég er einn af þeim sem hafa nokkrum sinnum dottið inní Westwood leikina og er ég þá að tala um C&C og Red Alert + einhverjir aukadiskar sem ég hef ekki prófað..en hef hins vega fengið leið á þeim báðum mjög fljótt. En nú er botninn dottinn undan þessum seríum. Ég fékk leikinn C&C:Generals hjá vini og ákvað að prófa hann og guð minn heilagi almáttugur hvað þessi leikur er leiðinlegur! Núna er Westwood fyrirtækið kannski bara byrjað að höfða til “old school” C&C spilara og hættir að reyna að heilla inn nýja spilara útaf því að þessi leikur heillaði mig engann veginn og finnst mér það skrítið miðað við fyrri leiki. Það eina sem mér finnst bara skrítið er bara hvort að Westwood hafi misst allan metnað..það er bara spurning….En ég vildi bara gefa ykkur smá heads up og að meila eindregið á móti því að kaupa þennan leik, ef þið viljið ótrúlega mikið prófa hann fáið hann hjá vin eða eitthvað (sem mér finnst vera of mikil fyrirhöfn fyrir leik af þessari gráðu) en allavega smá tip.

P.S. Ég er kannski ekki þessi typical herkænskuleikspilari og veit ekkert í minn haus (miðað við aðra C&C hausa) þannig að ekki fara eitthvað að reyna skíta yfir mig…bara mitt opinion.