Þar sem að það vantar Strategy áhugamál hérna verð ég bara að setja þetta inn á leiki.

Heroes of might and magic IV (oft skammstafað Homm4) er Turn-based strategy leikur. Eins og margir vita var (og er) Heroes III mjög vinsæll og er sjálfur snilldarleikur. En það sem að er breytt frá Homm3 er að það eru miklu færri lið. Í Homm3 voru eftirfarandi lið: Dungeon, Necropolis, Stronghold, Conflux, Castle, Tower, Inferno, Rampart.
En í Homm4 eru 6 lið (alignment), þau eru Might, Order, Life, Death, Nature og Chaos.

En það sem kom mér mjög á óvart var það að hetjan manns gat barist í bardaga. En það var ekki hægt að gera það í fyrri leikjunum. Einnig er bardaga viðmótið miklu betra en í fyrri leikjunum, nú eru herirnir þínir miklu flottari og eru raunverulegri.

Unit leiksins eru fjölbreyttari, en hér verður listi yfir þau eftir alignment. Þau sem eru innan sviga er ekki hægt að gera í kastalanum.

Nature
Leprechaun, Sprite, Wolf, Elf, Satyr, White Tiger, Air Elemental, Earth Elemental, Water Elemental , Fire Elemental, Griffin, Unicorn, Wasport, Faeri Dragon, Mantis og Pheonix.
(Leprechaun, Satyr Air Elemental, Earth Elemental, Water Elemental , Fire Elemental, Wasport og Mantis er bara hægt að gera í sérstakri byggingu)

Order
Dwarf, Halfling, Gold Golem, Arch Magi, Genie, Naga, Dragon Golem og Titan

Chaos
Bandit, Orc, (Pirate), (Trodgolyte), (Evil Eye), Medusa, Minotaur,(Troll), Efreet, Nightmare, Hydra, Black Dragon.

Life
Crossbowman, Squire, (Peasant), Ballista(allt öðruvísi frá því í Homm3), Pikeman, Crusader, Monk, Champion og Angel

Death
Imp, Skeleton, (Zombie) Cerberus, (Gargoyle), Ghost, (Mummy), (Ice Demon), Vampire, Bone Dragon og Devil.

Might
Berserker, Centaur, (Harpy), (Mermaid), Nomad, Cyclope, Ogre Mage, Behemoth, (Sea Monster) og Thunderbird.

EFlaust kannast margir við flest þessi nöfn svosem Angel, Centaur, Cyclope, Monk, Naga ofl. En í þessum leik er ekki verið að Upgrade-a neina kalla. Nokkrir nýjir eru Wolf, Mantis, Ice Demon, Wasport, Sea Monster og Mermaid. Öflugustu nýju Unitin eru án efa Mantis og Sea Monster. En þá “eldri” er líka búið að lagfæra. Nú eru þeir miklu betri svo sem Black Dragon, en nú getur maður bara gert einn á viku, og eitt stykki kostar 8 þúsund gull og 4 sulfur. Vampires eru örruglega það besta á möti öllu sem að er ekki Undead, því þeir soga til sín lífið og lífga sig við með því.

Einn stærsti galli leiksins er hve lítið gull maður fær úr kastalanum, því að kastalinn manns getur bara gefið manni 1000 gull á dag.

Annars er leikurinn í alla staði stórfenglegur og mjög þægilegt að spila hann, en hann getur verið alltof langdreginn í Multyplayer. Campaign eru góð, og líka Skirmish borðin. Njóttu þess að spila hann.

Einnig er kominn út expansion pack sem að heitir Gathering Storm
****/*****

DarkLord