Tekið af Skifan.is

EA opinberar áætlanir sínar um
The Sims Superstar

Undirbúið ykkur ! Nú verða Simsarnir frægir!

Electronic Arts hefur gert opinbert að þeir munu gefa út nýjan aukadisk fyrir PC leikinn The Sims™ sem mun bera nafnið The Sims™ Superstar. Nú geta leikmenn látið drauma sína um frægð og frama rætast með því að leggja fyrir sig feril sem rokkstjörnur, kvikmyndastjörnur eða súpermódel, og þar með lifa í heimi ríka og fræga fólksins. Að þessu sinni verður innihaldið algerlega nýtt, nýjir staðir að heimsækja og ný verkefni til að takast á við.
“Simsarnir hafa átt gott líf, þeir hafa haldið partí, farið á stefnumót, skellt sér í frí og fengið sér gæludýr. Nú er tími til kominn að fá tækifæri á að lifa sem fræga fólkið og láta draumana um frægð og frama rætast,“ segir Jonathan Knight framleiðandi hjá EA fyrirtækinu Maxis™ studio. “The Sims Superstar gerir leikmönnum kleift að upplifa lífsstíl fræga fólksins, en í Sims stíl.”
Nú í fyrsta skipti geta leikmenn fylgt simsunum í vinnuna og upplifað leitina að ríkidæmi og frægð. Simsarnir byrja á því að fá sér umboðsmann, síðan er stefnan tekin á Studio Town, sem er nýtt svæði þar sem framleiddar eru kvikmyndir og sjónvarpsefni, þar er hægt að fara í andlitslyftingu, skella sér í hljóðver eða upplifa það helsta í tískunni sem módel. Þegar simsarnir eru svo klárir fyrir þetta glamúr umhverfi geta þeir daðrað við aðrar stjörnur, eignast vini og kunningja í bransanum og framkvæma hluti sem geta auðveldað ferðina uppá stjörnuhimininn. Verður simsinn þinn aðeins loftbóla sem springur eftir fyrsta smell, eða nær hann að verða lifandi goðsögn í heimi fræga fólksins ? Til að tryggja framann geta leikmenn fylgst með svokölluðu Fame Score sem mælir hversu frægir simsarnir eru.

Haugur af nýjum, fyndnum persónum eru í pakkanum til að aðstoða simsana á frægðarbrautinni. Flögrandi tískuhönnuðir, tónlistarframleiðendur sem eru með smellina á færibandi og manískir leikstjórar geta leiðbeint simsana við að öðlast frægð. Einnig birtast þjónar, Sushi kokkar og afslappaðir nuddarar til að aðstoða simsana þegar frægðin hefur bankað uppá. En stjörnur skína ekki án þess að þeim fylgi ágangur blaðamanna (papparazzi), grúppíur og undarlegir aðdáendur. Allt þetta og fleira til er í stjörnuheimi simsana í The Sims Superstar.

Simsarnir geta orðið frægir eða bara lifað sem slíkir. Nýjir hlutir eru í pakkanum og má þar nefna fallhlífahermi, gervihnattadisk og nýtt safn af húsgögnum og listmunum eru til staðar til að skreyta heimili stjarnanna. Simsi sem þráir frí frá amstri dagsins getur eitt deginum í dekri í heilsulindum, þar sem eru heitir pottar, nudd og súrefnisbar. Einnig er hægt að panta heimilishjálp svo hendurnar skaðist ekki í uppvaskinu.

Mun simsinn þinn verða frægur eða mun hann enda sem píanóleikari á næsta bar ? Mun hann vinna hin eftirsóttu Simmy verðlaun eða mun hann enda í að leika í sjampó auglýsingum ? Þitt er valið í The Sims Superstar, en þar skapar þú goðin.

Búast má við The Sims Superstar í dreifingu hjá Skífunni í sumar !!