Alien vs Predator 2 og mín reynsla... Hæbbs, ég var núna að ljúka við að spila avp2 og ég verð að segja að þessi leikur kom mjög á óvart. Ég hafði spilað fyrri leikinn mjög oft og fannst mér alltaf vanta almennilega sögu og almennilega stjórnun á karakternum og ekki má gleyma að styrkleiki tegundana var hrikalega mismunandi. En núna þegar ég spilaði avp2 þá skemmti ég mér konunglega!

Í ‘marine’ campaign var ég Andrew Harrison og var sendur ásamt mínum ‘platoon’ til að sjá hvað væri að ske á einhverri plánetu og ég ætla ekki að segja mér frá því campaign en þegar ég spilaði það þá leið mér eins og ég væri algjört fórnarlamb. Það voru óteljandi skipti þar sem mér brá hrikalega og bókstaflega öskraði með heyrnartólin á mér! Það er ómetanlegt þegar tölvuleikir ná að hræða mann. Ásamt því að þegar maður var ‘marine’ þá fékk maður nýja addon maður fékk svokallaðan exo-suit “ALICE” sem bætti ‘marine’ mjög mikið upp miðað við aðrar tegundir og er ég þá bæði að tala um multiplayer og singleplayer. Ef aðrir hafa spilað fyrri leikinn þá muna þeir ef til vill eftir því að ‘marines’ hlupu bara endalaust í algjörri ringulreið til að halda lífi. En núna þá er ‘marine’ orðinn hættulegur gripur með nýjum vopnum og græjum. Þannig að ef maður er að spila multiplayer þá væri best að mæta ekki einn á móti nokkrum ‘marines’.

Predator. Rándýrið. Þetta campaign var snilld! afbragsbreyting frá því að vera fórnarlamb og fara nú að veiða nokkra menn og geimverur. Hjá predatorum þá hefst sagan að þú og félagarnir þínir ákveða að fara veiða nokkrar geimverur á uppáhalds veiðinýlendu þinni en þá kemstu að því að menn eru búnir að setja upp stöðvar þarna og eru að rannsaka alien en það sakar ekki og þið ákveðið að veiða nokkra menn í leiðinni. Núna er búið að lagfæra predatorinn nákvæmlega eins og hann er í kvikmyndunum tveimur og hefur hann alla hæfileikana eins og áður plús nokkra aðra. Einnig er kominn mjög svalur kostur og er hann sá að maður getur safnað hausum af mönnum!!! En samt eitt vantar hjá predators… Warrior´s code. Það er þannig að predator ræðst aldrei á vopnlausan man, börn eða svoleiðis en þarna þá var hann frekar brútal og drap mest allt. En í campaigninu þá fær maður að berjast við bæði menn og geimverur. Marines voru oftast auðveldir útaf lélegri gervigreind en bættu það upp með hrikalegum skotkrafti og tækni þar á meðal Exo-suit “ALICE”. Geimverurnar voru oft hættulegar því þær voru mjög margar og hópurinn gat oft yfirbugað mann og rifið mann í sig. En þrátt fyrir allt þá er gaman að veiða grunlausa menn.

Aliens. Geimverur. Jæja núna kom dáldið nýtt! Maður byrjar sem face-hugger. Og þarf að laumupúkast um ‘outpost’ til að leita að fullkomnum hýsli. Og þegar hann er fundin og maður er búinn að stökkva á andlitið hans þá byrjar maður næsta borð“level” í maganum á honum og þarf að rífa sig út úr honum en þá er maður bara ‘crawler’ eða eitthvað þannig man ekki alveg hvað það heitir og þarf maður þá að finna sér lítil spendýr s.s. ketti til að geta þróast uppí ‘drone’ og geta lagt allt í rúst. Núna í þessum leik er búinn að minnka hraðan hjá aliens sem er svosem ágætt því að í fyrri leiknum var erfitt að stjórna öllum þessum hraða. Annars er ekki mikið breytt fyrir aliens fyrir utan nýju tegundirnar sem má velja sér að vera í multiplayer.

Ég gef þessum leik 8.5 í einkunn og fær hann STÓRAN plús fyrir multiplayerinn. Það er ótrúlega gaman að spila hann þannig á móti vinum sínum og borða vini sína sem aliens ;).

:)

HF prófið hann!!! demo-in má nálgast af þessari síðu… http://www.planetavp.com/avp2/downloaddemo.shtml