Undanfarna daga hafa verið miklar umræður í fréttum, sérstaklega á Stöð 2 um leikinn GTA: Vice City.

Fyrir þá sem ekki vita þá gengur GTA einfandlega út á það að framkvæma ýmis verkefni fyrir glæpasamtök. Allt frá því að skutla dóttur “stjórans” á milli staða og til að sprengja heilu byggingarnar í loft upp.
Það er reyndar hægt að gera ýmislegt annað. T.d. er hægt að skjóta mann og annan, stela bílum og finna sér vændiskonu og hafa mök við hana á afskektum stað í bílnum sem maður er nýbúinn að stela.

Fréttaflutningurinn hefur ekki verið neitt sérlega hlutlaus og hefur að mestu gengið út á það að menntamálaráðuneytið eigi að setja á stofn stofnun sem gengir svipuðu hlutverki og Kvikmyndaskoðun nema hún ritskoðar tölvuleiki og setur ákveðin aldurstakmörk á þá og getur jafnvel bannað ákveðna leiki allgerlega.

Eru ekki foreldrar þarna til þess að ala upp börnin sín?
Eiga þeir ekki þarna til að segja börnunum sínum hvað má og hvað má ekki?