Erfiðasti, besti og flottasti mplayer leikurinn, afhverju spila hann svo fáir?
Bara það eitt að hann sé gerður af bandaríska hernum en ekki af áhugamönnum ætti að nægja til að fólk myndi laðast að honum en það virðist ekki duga hér á landi. Eiga menn hér kanski of lélegar tölvur? Ekki er það verra að þessi net leikur er ókeypis og verður í stöðugri þróun næstu árin (Af hernum sjálfum)

Leikurinn var gerður með það markmið að sýna almennilega hvernig hernaðarlega er unnið að aðgerðum og fræða fólk um starfsemi hersins, þó aðalega sé þetta stærsta auglýsinga brellan í margra áratugi.

Leikurin byrjar á æfingarbúðum sem hver sem er ætti að ráða við, eftir það er hægt að fara í on-line leiki með mjög takmarkaða spilun en ef mar vill fá allt það besta útúr leiknum þarf mar að fara í áframhaldandi ævingarbúðir, sem flestar eru on-line á móti öðrum spilurum. Til að geta notað sniper í leiknum þarf að verða Expert Marksman og svo fara í sniper skóla sem er sá erfiðasti af þeim öllum, sýnir hvernig snipers virka raunverulega, ekki svona fáranlega óraunverulega eins og í CS og öðrum netleikjum.
Það skemmtilegasta er svo fallhlífarstökkið, þar fer mar í mission þar sem annað liðið stekkur úr flugvél og þarf að stýra sér til jarðar, mjög gaman en fyrir það gameplay þyrfti helst aðeins fleiri borð en þau munu koma.
Nær eina spilunin er assault enda eru hermenn ekki mikið að hlaupa um með fána eða sprengjur fram og til baka og er það mjög skemmtilegt og mun raunverulegra.
Ekki örvænta þó sumir servers séu með skrítin búnað á byssunum (non-violent) svo þær eiga að gefa frá sér hátíðnihljóð í hjálmana á spilurunum þannig að þeir taka þá af sér og setjast sem er reyndar mjög fáranlegt eins og þeir séu bara að æfa sig en það eru ekki margir servers með þannig rugl. Leikurin keyrir á nýju Unreal vélinni svo möguleikin á betri grafík eru gífurlegir. einnig EAX3 hljóð.
Þið verðið bara að kíkja á leikin og veraþolinmóðir, hann byrjar ekki á því skemmtilegasta, þú verður að hafa fyrir því en þar kemur á móti að þetta er óendanlega skemmtilegt.

www.americasarmy.com

Eruð þið ekki orðnir þreyttir á lélegum liðsmönnum sem skjóta ykkur, þeir sem stunda það fara í “fangelsi” og geta verið bannaðir af offical servers…



-This game is the property of the goverment of the united states of america. www.americasarmy.com -nýjata er 1.4 sem er mjög breytt frá síðustu útgáfu sem hugi hýsti.