Sæl öllsömul

Ég hef ákveðið að láta aftur að kveða hér á /tolkien. Ég hef verið í góðu fríi, en ég hafði því miður ekki tíma, né áhuga lengur þegar ég ákvað að taka mér smá hlé.

Einhver af ykkur þekkja mig hér á Huga, aðrir ekki, en ég gegndi adminstöðu hér í einhvern tíma.

Ég vil þakka öllum sem hrósuðu mér og hvöttu mig til að koma aftur sem admin á þessu frábæra áhugamáli.

Þess má þó geta að ég ætla ekki að sprauta mér inn í þetta af fullum krafti til að byrja með, enda var ég hvattur til að sækja um þegar stutt er í próf.

Þið vitið vonandi að ég kann þetta flest allt ennþá og við skulum reyna að gera eitthvað gott úr þessu áhugamáli hér.